Fjölbreytt sóknarfæri 25. janúar 2007 09:00 Listasafn Íslands. Nýr safnstjóri sér sóknarfæri í upplýsingamiðlun safnsins. MYND/GVA Dr. Halldór Björn Runólfsson var nýlega skipaður í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París á síðasta ári og starfar sem lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann mun taka við starfinu, sem veitt er til fimm ára, þann 1. mars næstkomandi. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar sem og vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn. Halldór segist meta helstu sóknarfæri Listasafns Íslands í hlutverki þess sem upplýsingaveita um myndlist. „Nú þegar er búið að vinna töluvert í því að gera safnskost safnsins aðgengilegan. Búið er að mynda safnið og koma því á tölvutækt form og það er í farvatninu að gera safnið aðgengilegt á netinu," útskýrir Halldór og vísar til Sýndarsafnsins sem er rafrænn gagnagrunnur um listaverkaeignina sem nú má fá aðgang að í Fræðslumiðstöð safnsins við Fríkirkjuveg en stefnt er að því að koma efni þess á netið. Málverkið eftir 1980 Dr. Halldór Björn Runólfsson var aðstoðarsýningarstjóri á síðustu sýningu Listasafns Íslands. Hér er hann ásamt Laufeyju Helgadóttur listfræðingi og sýningarstjóra. MYND/GVA „Það væri einnig frábært ef að hægt yrði í framtíðinni að miðla sýningum á netinu," bætir hann við. Halldór Björn segir að landsmenn séu ekki nægilega meðvitaðir um þennan fjársjóð sinn. „Ég hugsa að þjóðin viti af safninu en það er ekki nægilega mikið hugað að kynningu þess. Fráfarandi forstöðumaður dr. Ólafur Kvaran hefur gert mikinn skurk í kynningarmálum þess, til dæmis með því að semja um ókeypis aðgang að safninu sem er ein frumforsenda þess að almenningur kynnist því betur. Það má því segja að hann hafi hafið þessa sókn." Nýi forstöðumaðurinn kveðst einnig vilja vinna að því að bæta sýningaraðstöðu safnsins. „Það hefur lengi verið rætt um að stækka sýningarrými þess. Erlendum gestum sem vilja gjarnan kynnast íslenskri list finnst til dæmis bagalegt að hvergi sé hægt að sjá á einu bretti sögulegt yfirlit um íslenska myndlist. Að því hefur ekki verið hugað hjá neinu safnanna enda hefur ekki verið aðstaða til þess. Að þessu verður að vinna og myndi ég gjarnan vilja beita mér fyrir því." Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Dr. Halldór Björn Runólfsson var nýlega skipaður í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París á síðasta ári og starfar sem lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann mun taka við starfinu, sem veitt er til fimm ára, þann 1. mars næstkomandi. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar sem og vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn. Halldór segist meta helstu sóknarfæri Listasafns Íslands í hlutverki þess sem upplýsingaveita um myndlist. „Nú þegar er búið að vinna töluvert í því að gera safnskost safnsins aðgengilegan. Búið er að mynda safnið og koma því á tölvutækt form og það er í farvatninu að gera safnið aðgengilegt á netinu," útskýrir Halldór og vísar til Sýndarsafnsins sem er rafrænn gagnagrunnur um listaverkaeignina sem nú má fá aðgang að í Fræðslumiðstöð safnsins við Fríkirkjuveg en stefnt er að því að koma efni þess á netið. Málverkið eftir 1980 Dr. Halldór Björn Runólfsson var aðstoðarsýningarstjóri á síðustu sýningu Listasafns Íslands. Hér er hann ásamt Laufeyju Helgadóttur listfræðingi og sýningarstjóra. MYND/GVA „Það væri einnig frábært ef að hægt yrði í framtíðinni að miðla sýningum á netinu," bætir hann við. Halldór Björn segir að landsmenn séu ekki nægilega meðvitaðir um þennan fjársjóð sinn. „Ég hugsa að þjóðin viti af safninu en það er ekki nægilega mikið hugað að kynningu þess. Fráfarandi forstöðumaður dr. Ólafur Kvaran hefur gert mikinn skurk í kynningarmálum þess, til dæmis með því að semja um ókeypis aðgang að safninu sem er ein frumforsenda þess að almenningur kynnist því betur. Það má því segja að hann hafi hafið þessa sókn." Nýi forstöðumaðurinn kveðst einnig vilja vinna að því að bæta sýningaraðstöðu safnsins. „Það hefur lengi verið rætt um að stækka sýningarrými þess. Erlendum gestum sem vilja gjarnan kynnast íslenskri list finnst til dæmis bagalegt að hvergi sé hægt að sjá á einu bretti sögulegt yfirlit um íslenska myndlist. Að því hefur ekki verið hugað hjá neinu safnanna enda hefur ekki verið aðstaða til þess. Að þessu verður að vinna og myndi ég gjarnan vilja beita mér fyrir því."
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“