Menning

Þrælar þorrans

Skáldafélagsskapurinn Nýhil stendur fyrir upplestrarkvöldi í Stúdentakjallaranum við Hringbraut í kvöld.

Skáldin þreyja þorrann líkt og aðrir landsmenn og munu nokkrir „súrsaðir og sviðnir kjammar" troða upp og lesa ljóð sín og verða þar bæði óvæntir nýliðar sem og annálaðir góðkunningjar Nýhilsamsteypunnar.

Á lista afreksfólksins má finna Gísla Hvanndal Ólafsson, Þórdísi Björnsdóttur, Ingólf Gíslason, Unu Björk Sigurðardóttur, Örvar Þóreyjarson Smárason og Björk Þorgrímsdóttur.

Dagskráin hefst kl. 20.30. Aðgangur að samkomunni er ókeypis og eru ljóðaunnendur og annað andans fólk hvatt til að mæta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×