Biðin styttist í PS3 31. janúar 2007 00:01 Einn af fyrstu viðskiptavinunum í Tókýó í Japan þegar PS3 leikjatölvan kom þar á markað í nóvember í fyrra. Tölvan kemur á markað í Evrópu 23. mars næstkomandi. MYND/AP Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu. Ástæðan fyrir því að tölvan kemur á markað í Evrópu mun síðar en í Bandaríkjunum og í Japan er sú að Sony átti í vandræðum með framleiðslu á Blu-ray diskadrifi tölvunnar, sem á að samræmast stöðlum Evrópusambandsins. Leikjatölvuunnendur í Evrópu sem ekki gátu setið á sér brugðust við með ýmsum hætti, meðal annars með því að láta senda sér tölvuna frá Japan og Bandaríkjunum. Evrópusambandið brást illa við og hótaði aðgerðum til að hindra innflutninginn auk þess sem Sony sendi frá sér tilkynningu þess efnis að leikjatölvurnar sem komi á markað í Evrópu í mars muni ekki geta spilað leiki sem seldir eru í Bandaríkjunum og Japan. Sömu sögu var að segja af leikjunum. Í dýrari gerð leikjatölvunnar er 60 GB harður diskur og þráðlaus skjátenging en í ódýrari gerðinni er harði diskurinn 20 GB og tenging við skjá með snúrum. Báðar gerðir eru hins vegar með þráðlausri fjarstýringu. Leikjavísir Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu. Ástæðan fyrir því að tölvan kemur á markað í Evrópu mun síðar en í Bandaríkjunum og í Japan er sú að Sony átti í vandræðum með framleiðslu á Blu-ray diskadrifi tölvunnar, sem á að samræmast stöðlum Evrópusambandsins. Leikjatölvuunnendur í Evrópu sem ekki gátu setið á sér brugðust við með ýmsum hætti, meðal annars með því að láta senda sér tölvuna frá Japan og Bandaríkjunum. Evrópusambandið brást illa við og hótaði aðgerðum til að hindra innflutninginn auk þess sem Sony sendi frá sér tilkynningu þess efnis að leikjatölvurnar sem komi á markað í Evrópu í mars muni ekki geta spilað leiki sem seldir eru í Bandaríkjunum og Japan. Sömu sögu var að segja af leikjunum. Í dýrari gerð leikjatölvunnar er 60 GB harður diskur og þráðlaus skjátenging en í ódýrari gerðinni er harði diskurinn 20 GB og tenging við skjá með snúrum. Báðar gerðir eru hins vegar með þráðlausri fjarstýringu.
Leikjavísir Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira