Hafdís Huld með lungnasýkingu 7. febrúar 2007 09:15 hafdís huld Þarf að hvíla röddina næstu tvær vikurnar. MYND/Hörður Tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir hefur frestað tónleikaferð sinni um Bretland vegna lungnasýkingar. Hafdís átti að koma fram á fyrstu tónleikunum í Birmingham í fyrrakvöld en ekkert varð af þeim. Ráðlögðu læknar henni að hvíla sig næstu tvær vikurnar, því annars gæti hún skaðað röddina. „Ég hélt ég myndi ná þessu úr mér með öllum þessum gömlu góðu aðferðum en eins og allir heyrðu á Íslensku tónlistarverðlaununum þá hljómaði ég eins og Louis Armstrong,“ segir Hafdís Huld, sem er stödd heima hjá sér í London. „Ég ætlaði að syngja á þorrablóti hjá Íslendingafélaginu á laugardaginn síðasta en ég varð að hætta við það. Maður er þrjóskur Íslendingur og ég aflýsti ekki tónleikaferðalaginu fyrr en um miðjan sunnudaginn.“ Næstu tónleikar Hafdísar eru fyrirhugaðir í París þann 24. febrúar, ef heilsan leyfir. Eftir það mun hún spila á tvennum tónleikum í Barcelona og Madrid í byrjun mars. Síðar í mánuðinum er svo fyrirhuguð tónleikaferð um Norðurlönd, þar á meðal Ísland. Hafdís getur þó glaðst yfir því að hafa fengið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu poppplötuna. „Það var yndislegt og ég átti engan veginn von á þessu. Ég hef ekkert getað spilað heima ennþá og mér fannst bara heiður að vera tilnefnd og fá að vera með. Það var algjör draumur að fá verðlaun fyrir bestu plötuna,“ segir Hafdís. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir hefur frestað tónleikaferð sinni um Bretland vegna lungnasýkingar. Hafdís átti að koma fram á fyrstu tónleikunum í Birmingham í fyrrakvöld en ekkert varð af þeim. Ráðlögðu læknar henni að hvíla sig næstu tvær vikurnar, því annars gæti hún skaðað röddina. „Ég hélt ég myndi ná þessu úr mér með öllum þessum gömlu góðu aðferðum en eins og allir heyrðu á Íslensku tónlistarverðlaununum þá hljómaði ég eins og Louis Armstrong,“ segir Hafdís Huld, sem er stödd heima hjá sér í London. „Ég ætlaði að syngja á þorrablóti hjá Íslendingafélaginu á laugardaginn síðasta en ég varð að hætta við það. Maður er þrjóskur Íslendingur og ég aflýsti ekki tónleikaferðalaginu fyrr en um miðjan sunnudaginn.“ Næstu tónleikar Hafdísar eru fyrirhugaðir í París þann 24. febrúar, ef heilsan leyfir. Eftir það mun hún spila á tvennum tónleikum í Barcelona og Madrid í byrjun mars. Síðar í mánuðinum er svo fyrirhuguð tónleikaferð um Norðurlönd, þar á meðal Ísland. Hafdís getur þó glaðst yfir því að hafa fengið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu poppplötuna. „Það var yndislegt og ég átti engan veginn von á þessu. Ég hef ekkert getað spilað heima ennþá og mér fannst bara heiður að vera tilnefnd og fá að vera með. Það var algjör draumur að fá verðlaun fyrir bestu plötuna,“ segir Hafdís.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira