Tónlist

Landsbyggðin rokkuð

Nevolution
Nevolution

Hljómsveitin Nevolution gerir víðreist um landið og heldur tónleika í sal Grunnskólans á Ísafirði í kvöld. Þar leikur sveitin ásamt hljómsveitinni Canora en meðlimir vestfirsku unglingahljómsveitarinnar Xenophobia munu hita upp lýðinn.

Sveitirnar tvær rúnta um héruð í samstarfi við útvarpsstöðina X-ið en félagarnir í Nevolution hafa áður svalað harðkjarnamúsíkþörf landsbyggðarfólks og eru því engir nýgræðingar á þjóðvegunum. Hljómsveitin Nevolution hefur aukinheldur skapað sér nafn í tónlistarsögunni með því að hita upp fyrir hina goðsagnakenndu sveit Iron Maiden sem lék í Egilshöll um árið.

Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 19 en dagskrá tónleikaferðalagsins verður auglýst nánar í viðburðadálki Fréttablaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×