Nýjar fréttir af 12 tónabræðrum 7. febrúar 2007 08:15 Tónlist Jóhannes Ágústsson og Lárus Jóhannesson, útgefendur og lífskúnstn-erar í 12 tónum. MYND/Heiða Lárus í 12 tónum er bara heldur ánægður með lífið þessa dagana. Nýorðinn faðir að sínu þriðja barni og fyrirtæki þeirra félaganna dafnar vel: „Við eru í skýjunum yfir árangri okkar fólks á Íslensku tónlistarverðlaununum í síðustu viku. Þar áttum við fimm af sex bestu diskunum.“ Lárus segir 12 tóna vera í nokkrum breytingarfasa en búðir fyrirtækisins í Kaupmannahöfn og á Skólavörðuholtinu gangi báðar vel: „Við erum að færa til mannskap, við höfum verið hér níu til tíu menn en verðum núna fimm hér heima og fimm úti.“ 12 tónar er útrásarfyrirtæki. Það er ekki bara að þeir reki verslun erlendis, heldur hafa þeir félagar Lárus og Jóhannes verið að vinna að stórum dreifingarsamningi við þýska aðila. „Það er eitt af stærstu sjálfstæðu dreifingarfyrirtækjunum í Þýskalandi og þessir samningar eru að komast í höfn. Samningurinn tryggir okkur og okkar fólki aðgang að öllum löndum Evrópu. Þetta er gríðarlega stórt verkefni fyrir okkur og útheimtir mikla vinnu þegar samningurinn er undirritaður. Við verðum að kynna listamenn okkar í mörgum löndum og munum halda sýningu – showcase – hér heima í vor þar sem við fljúgum hingað heim fjölda blaðamanna víðs vegar að úr Evrópu.“ Fyrirtækið er sem sagt að stækka: í katalóki 12 tóna eru nú yfir fimmtíu titlar. Lárus segir mikilvægt að bæta þjónustuna í búðinni og tryggja gott úrval. Skólavörðustígurinn tekur líka oft á sig býsna heimilislegan svip þegar gestir setjast í gamla sófasettið undir myndum af forsetum lýðveldisins og hlusta á tónlist úr öllum hornum heimsins. Útgáfan er að skríða af stað eftir hátíðirnar: Ólöf Arnalds sendir frá sér langþráðan disk í þessum mánuði sem Kjartan í Sigur Rós pródúseraði; Steindór og Hilmar Örn eru að klára rímnadisk með strengjasveit úr Sinfóníunni, Johnny Sexual er að klára dansplötu. Og katalókurinn er lifandi: það er víða áhugi á diskum Brynhildar Guðjónsdóttur og stefnt á útgáfu á þeim báðum í Suður-Kóreu. Áhuga finna þeir líka víða í Evrópu. Þórir gefur út sína þriðju plötu á merki 12 tóna og undirbúningur er langt kominn fyrir fyrstu sólóplötu Víkings Heiðars sem verður tekin upp í Þýskalandi: „Það er búið að velja hljóðfærið og svona,“ segir Lárus. Það er ekki kastað til höndunum. Við munum gefa út tónlistina úr Legi eftir Hugleik. Hún er eftir Flís-drengina og kemur út um svipað leyti og frumsýningin verður. Svo erum við með nokkra unga listamenn sem eiga eftir að koma verulega á óvart.“ Og indípoppið sem hefur vaxið hjá fyrirtækinu: „Jakobínarína er að klára plötu í Wales þar sem Oasis hafa áður unnið. Þeir hafa farið víða um Bretland og spilað fullt. Diskurinn þeirra átti að koma út á Rough Trade en að öllum líkindum kemur hann á einum af stóru majoronum.“ Það er nóg að gera. Lárus ýtir gleraugunum upp á nefið og horfir út: „Það er svo margt í katalóknum okkar sem þarf að vinna meira í að koma á framfæri víðar. það er bara vinna.“ - pbb Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lárus í 12 tónum er bara heldur ánægður með lífið þessa dagana. Nýorðinn faðir að sínu þriðja barni og fyrirtæki þeirra félaganna dafnar vel: „Við eru í skýjunum yfir árangri okkar fólks á Íslensku tónlistarverðlaununum í síðustu viku. Þar áttum við fimm af sex bestu diskunum.“ Lárus segir 12 tóna vera í nokkrum breytingarfasa en búðir fyrirtækisins í Kaupmannahöfn og á Skólavörðuholtinu gangi báðar vel: „Við erum að færa til mannskap, við höfum verið hér níu til tíu menn en verðum núna fimm hér heima og fimm úti.“ 12 tónar er útrásarfyrirtæki. Það er ekki bara að þeir reki verslun erlendis, heldur hafa þeir félagar Lárus og Jóhannes verið að vinna að stórum dreifingarsamningi við þýska aðila. „Það er eitt af stærstu sjálfstæðu dreifingarfyrirtækjunum í Þýskalandi og þessir samningar eru að komast í höfn. Samningurinn tryggir okkur og okkar fólki aðgang að öllum löndum Evrópu. Þetta er gríðarlega stórt verkefni fyrir okkur og útheimtir mikla vinnu þegar samningurinn er undirritaður. Við verðum að kynna listamenn okkar í mörgum löndum og munum halda sýningu – showcase – hér heima í vor þar sem við fljúgum hingað heim fjölda blaðamanna víðs vegar að úr Evrópu.“ Fyrirtækið er sem sagt að stækka: í katalóki 12 tóna eru nú yfir fimmtíu titlar. Lárus segir mikilvægt að bæta þjónustuna í búðinni og tryggja gott úrval. Skólavörðustígurinn tekur líka oft á sig býsna heimilislegan svip þegar gestir setjast í gamla sófasettið undir myndum af forsetum lýðveldisins og hlusta á tónlist úr öllum hornum heimsins. Útgáfan er að skríða af stað eftir hátíðirnar: Ólöf Arnalds sendir frá sér langþráðan disk í þessum mánuði sem Kjartan í Sigur Rós pródúseraði; Steindór og Hilmar Örn eru að klára rímnadisk með strengjasveit úr Sinfóníunni, Johnny Sexual er að klára dansplötu. Og katalókurinn er lifandi: það er víða áhugi á diskum Brynhildar Guðjónsdóttur og stefnt á útgáfu á þeim báðum í Suður-Kóreu. Áhuga finna þeir líka víða í Evrópu. Þórir gefur út sína þriðju plötu á merki 12 tóna og undirbúningur er langt kominn fyrir fyrstu sólóplötu Víkings Heiðars sem verður tekin upp í Þýskalandi: „Það er búið að velja hljóðfærið og svona,“ segir Lárus. Það er ekki kastað til höndunum. Við munum gefa út tónlistina úr Legi eftir Hugleik. Hún er eftir Flís-drengina og kemur út um svipað leyti og frumsýningin verður. Svo erum við með nokkra unga listamenn sem eiga eftir að koma verulega á óvart.“ Og indípoppið sem hefur vaxið hjá fyrirtækinu: „Jakobínarína er að klára plötu í Wales þar sem Oasis hafa áður unnið. Þeir hafa farið víða um Bretland og spilað fullt. Diskurinn þeirra átti að koma út á Rough Trade en að öllum líkindum kemur hann á einum af stóru majoronum.“ Það er nóg að gera. Lárus ýtir gleraugunum upp á nefið og horfir út: „Það er svo margt í katalóknum okkar sem þarf að vinna meira í að koma á framfæri víðar. það er bara vinna.“ - pbb
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira