Margir Íslendingar eiga góðar minningar um molana úr Gæðastræti en það skrjáfandi góðgæti kenna flestir við Mackintosh.
Í dag opnar myndlistarkonan Kristín Helga Káradóttir sýningu í GalleriBOX á Akureyri sem nefnist „At Quality Street“ eða „Við Gæðagötu“ en þar ber ýmislegt á góma, ásamt því að minna á Mackintosh-hefð okkar Íslendinga er jafnframt skyggnst inn í heim barna í Afríku þar sem listakonan var við störf, hvítklæddur trúður leikur listir sínar með gamlar Mackintosh-dósir og kunnugleg fröken hringsnýst við tónlist eftir Bjarna Guðmann Jónsson. Sýningin felur í sér fortíðarþrá en einnig brennandi spurningu um gæði og fáránleika tilverunnar.
Sýningin er opin um helgar frá 14-17 og stendur til 3. mars.