Tónlist

Noel gagnrýnir U2

Hinn kjaftfori gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Oasis, Noel Gallagher, heldur áfram að hrella aðra tónlistarmenn og nú er það Bono, söngvari U2, sem verður að þola árásir hans. Gallagher segist vera kominn með nóg af hljómsveitum sem einbeiti sér að pólitík í stað þess að spila bestu lögin sín á tónleikum fyrir aðdáendur.

„Þið eigið bara að spila One. Hættið þessu blaðri um Afríku," sagði Noel sem skaut einnig föstum skotum að Thom Yorke, söngvara Radiohead. „Hann situr við píanó í hálftíma og syngur um hvað heimurinn sé ferlegur. Hver vill syngja upp úr fréttunum? Sama hvað hann syngur um að allt sé að fara til helvítis mun fólk alltaf vilja heyra hann syngja Creep. Gleymdu þessu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×