Nýr vampíru- og varúlfaleikur í bígerð 10. febrúar 2007 08:00 Fyrsti leikur CCP, Eve Online, hefur notið mikilla vinsælda, og eru nú tæplega 200 þúsund manns áskrifendur að honum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs. Leikurinn verður að minnsta kosti fjögur ár í þróun og verður unninn bæði í Reykjavík og í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar White Wolf eru. Sögusviðið leiksins verður skáldaði heimurinn World of Darkness, sem byggður er af vampírum og varúlfum. White Wolf bjó til heiminn og hefur undanfarin ár þróað hann og skrifað í kringum hann sögur, meðal annars gefið út bækur sem gerast eiga í heiminum. Halldór Fannar Guðjónsson, forritari hjá CCP, gat ekki gefið frekari upplýsingar um leikinn en sagði að þróun hans hæfist á næstu mánuðum. CCP á og rekur íslenska fjölspilunarleikinn EVE Online sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og hefur um 180 þúsund áskrifendur. Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs. Leikurinn verður að minnsta kosti fjögur ár í þróun og verður unninn bæði í Reykjavík og í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar White Wolf eru. Sögusviðið leiksins verður skáldaði heimurinn World of Darkness, sem byggður er af vampírum og varúlfum. White Wolf bjó til heiminn og hefur undanfarin ár þróað hann og skrifað í kringum hann sögur, meðal annars gefið út bækur sem gerast eiga í heiminum. Halldór Fannar Guðjónsson, forritari hjá CCP, gat ekki gefið frekari upplýsingar um leikinn en sagði að þróun hans hæfist á næstu mánuðum. CCP á og rekur íslenska fjölspilunarleikinn EVE Online sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og hefur um 180 þúsund áskrifendur.
Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira