Nýr vampíru- og varúlfaleikur í bígerð 10. febrúar 2007 08:00 Fyrsti leikur CCP, Eve Online, hefur notið mikilla vinsælda, og eru nú tæplega 200 þúsund manns áskrifendur að honum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs. Leikurinn verður að minnsta kosti fjögur ár í þróun og verður unninn bæði í Reykjavík og í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar White Wolf eru. Sögusviðið leiksins verður skáldaði heimurinn World of Darkness, sem byggður er af vampírum og varúlfum. White Wolf bjó til heiminn og hefur undanfarin ár þróað hann og skrifað í kringum hann sögur, meðal annars gefið út bækur sem gerast eiga í heiminum. Halldór Fannar Guðjónsson, forritari hjá CCP, gat ekki gefið frekari upplýsingar um leikinn en sagði að þróun hans hæfist á næstu mánuðum. CCP á og rekur íslenska fjölspilunarleikinn EVE Online sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og hefur um 180 þúsund áskrifendur. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs. Leikurinn verður að minnsta kosti fjögur ár í þróun og verður unninn bæði í Reykjavík og í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar White Wolf eru. Sögusviðið leiksins verður skáldaði heimurinn World of Darkness, sem byggður er af vampírum og varúlfum. White Wolf bjó til heiminn og hefur undanfarin ár þróað hann og skrifað í kringum hann sögur, meðal annars gefið út bækur sem gerast eiga í heiminum. Halldór Fannar Guðjónsson, forritari hjá CCP, gat ekki gefið frekari upplýsingar um leikinn en sagði að þróun hans hæfist á næstu mánuðum. CCP á og rekur íslenska fjölspilunarleikinn EVE Online sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og hefur um 180 þúsund áskrifendur.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira