Það er velkunnugt leyndarmál að félagsskapurinn Íslensk grafík rekur lítið safn, sölu og sýningarsal, í Hafgnarhúsinu á Miðbakkanum í gömlu höfninni í Reykjavík. Þar eru gjarnan uppi sýningar á verkum félagsmanna og gesta þeirra og þar er nú sýning á ljósmyndaverkum Soffíu Gísladóttur.
Hún kallar sýningu sína Ljósmyndir, en opnunin var hinn 4. og lýkur henni í dag, 12. febrúar.
Soffía útskrifaðist frá grafíkdeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Hún hefur unnið mikið með ljósmyndir í verkum sínum og með tilkomu stafrænnar tækni hefur Soffía notað tölvu bæði sem grafískt verkstæði og stafrænt myrkraherbegi.
Soffía bjó í Kamloops í Kanada síðastliðin tvö ár þar sem hún vann í myndlist og hélt nokkrar einkasýningar. Hún ferðaðist víða um Bresku-Kólumbíu og varð gagntekin af fegurðinni þar sem veitti henni mikinn innblástur. Á sýningunni í sal íslenskrar grafíkur má sjá ljósmyndir sem Soffía hefur tekið í Kanada, á Íslandi og víðar.