Til minja um Leg 12. febrúar 2007 07:30 Davíð Þór, leikstjórinn Stefán Jónsson og Hugleikur Dagsson eru á meðal þeirra sem standa að baki söngleiknum Legi sem verður frumsýndur hinn 8. mars. MYND/Valli Hljómsveitin Flís er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hefur að geyma tónlist við söngleikinn Leg sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 8. mars. Platan er væntanleg í búðir á svipuðum tíma. Allir textar plötunnar eru eftir Hugleik Dagsson, höfund söngleiksins, en tónlistin er eftir Flís í samstarfi við Hugleik. „Þetta varð allt til síðasta sumar. Þá fórum við í Svarfaðardal, ég og Hugleikur, og sömdum fullt af dóti. Við héldum síðan áfram seinna um haustið og svo komu hinir í Flís inn í þetta og þá fór þetta á flug,“ segir Davíð Þór Jónsson, meðlimur Flís. Davíð segir það erfitt að bera lögin í Legi saman við fyrstu plötu Flís, sem sló í gegn hérlendis fyrir þarsíðustu jól. Um gjörólík verkefni sé að ræða. Viðurkennir hann þó að platan hafi að geyma áhrif allt frá tónskáldinu Wagner yfir í rokksveitina Queen. „Þetta er fyrst og fremst tengt sýningunni. Þessi plata er fyrir fólk sem fer á sýninguna og getur síðan átt eitthvað til minja um hana,“ segir hann. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Flís er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hefur að geyma tónlist við söngleikinn Leg sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 8. mars. Platan er væntanleg í búðir á svipuðum tíma. Allir textar plötunnar eru eftir Hugleik Dagsson, höfund söngleiksins, en tónlistin er eftir Flís í samstarfi við Hugleik. „Þetta varð allt til síðasta sumar. Þá fórum við í Svarfaðardal, ég og Hugleikur, og sömdum fullt af dóti. Við héldum síðan áfram seinna um haustið og svo komu hinir í Flís inn í þetta og þá fór þetta á flug,“ segir Davíð Þór Jónsson, meðlimur Flís. Davíð segir það erfitt að bera lögin í Legi saman við fyrstu plötu Flís, sem sló í gegn hérlendis fyrir þarsíðustu jól. Um gjörólík verkefni sé að ræða. Viðurkennir hann þó að platan hafi að geyma áhrif allt frá tónskáldinu Wagner yfir í rokksveitina Queen. „Þetta er fyrst og fremst tengt sýningunni. Þessi plata er fyrir fólk sem fer á sýninguna og getur síðan átt eitthvað til minja um hana,“ segir hann.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira