Hljómsveitin Genesis ætlar að halda ókeypis tónleika fyrir rúmlega 400 þúsund aðdáendur á fornum tónleikastað í Róm hinn 14. júlí.
Þetta verða lokatónleikar sveitarinnar á fyrstu tónleikaferð sinni í fimmtán ár. Vegna tónleikanna í Róm þurfti Genesis að fresta tónleikum sínum í Austurríki og Tékklandi.
Genesis mun ríða á vaðið með tónleikum í Helsinki hinn 11. júní. Alls hafa rúmlega 800 þúsund miðar verið seldir á tónleikaferðina til þessa.