Mishörð barátta á leikjatölvumarkaði 24. febrúar 2007 09:15 Helstu keppendur á leikjatölvumarkaðnum í dag eru Xbox360 frá Microsoft, Wii frá Nintendo og Playstation 3 frá Sony. Leikjatölvan síðastnefnda kemur til landsins þann 23. mars, en hinar tvær eru í sölu hérlendis. neytendamál Xbox360 leikjatölvan er um þriðjungi dýrari í Elko en á löndunum í kringum okkur. Nintendo Wii leikjatölvan, einn keppinauta Xbox360 á leikjatölvumarkaðnum, er ekki nema um fimm prósentum dýrari í Ormsson en í sömu löndum. Verðið á leikjatölvunum tveimur var kannað í verslunum Woolworths í Bretlandi, Webhallen í Svíþjóð, Multikanalen í Noregi og Midtdaten í Danmörku. Valdar voru verslanir sem eru sem líkastar þeim sem borið var saman við á Íslandi. Sundurliðað verð landanna má sjá á töflu hér á síðunni, en sé tekið meðaltal af verðinu í þessum fjórum löndum kostar Xbox360 tölvan 33.624 krónur. Í Elko kostar hún 44.995 krónur, eða 31 prósenti meira. Meðalverð á Nintendo Wii í sömu löndum er 28.431 króna. Í Ormsson, sem er umboðsaðili Nintendo á Íslandi, kostar sama tegund vélarinnar 29.900 krónur. Nintendo Wii er því ekki nema um fimm prósentum dýrari hér en í löndunum í kring. Gísli Jóhannsson, innkaupastjóri hjá Elko, segir tvær megin-ástæður vera að baki þessum verðmun. Annars vegar séu tollar og skattar hærri hér en annars staðar, og hins vegar geti verið að verðslagurinn sé enn þá harðari á hinum löndunum en hér, jafnvel þannig að tölvurnar séu seldar undir innkaupsverði. „Við erum sjálfir með mjög litla álagningu á vélinni. Þessi bransi er meira og minna þannig að menn selja tölvurnar á, og jafnvel undir, innkaupsverði og leggja síðan á leikina.“ Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, segist afar ánægður með að verðmunurinn á Nintendo Wii sé svona lítill. „Við settum okkur í upphafi að fara aldrei undir ákveðið verð og höfum staðið við það. Það er mjög ánægjulegt að munurinn sé ekki meiri en þetta þrátt fyrir tolla og gjöld sem eru hér en ekki í öðrum löndum,“ segir hann. Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
neytendamál Xbox360 leikjatölvan er um þriðjungi dýrari í Elko en á löndunum í kringum okkur. Nintendo Wii leikjatölvan, einn keppinauta Xbox360 á leikjatölvumarkaðnum, er ekki nema um fimm prósentum dýrari í Ormsson en í sömu löndum. Verðið á leikjatölvunum tveimur var kannað í verslunum Woolworths í Bretlandi, Webhallen í Svíþjóð, Multikanalen í Noregi og Midtdaten í Danmörku. Valdar voru verslanir sem eru sem líkastar þeim sem borið var saman við á Íslandi. Sundurliðað verð landanna má sjá á töflu hér á síðunni, en sé tekið meðaltal af verðinu í þessum fjórum löndum kostar Xbox360 tölvan 33.624 krónur. Í Elko kostar hún 44.995 krónur, eða 31 prósenti meira. Meðalverð á Nintendo Wii í sömu löndum er 28.431 króna. Í Ormsson, sem er umboðsaðili Nintendo á Íslandi, kostar sama tegund vélarinnar 29.900 krónur. Nintendo Wii er því ekki nema um fimm prósentum dýrari hér en í löndunum í kring. Gísli Jóhannsson, innkaupastjóri hjá Elko, segir tvær megin-ástæður vera að baki þessum verðmun. Annars vegar séu tollar og skattar hærri hér en annars staðar, og hins vegar geti verið að verðslagurinn sé enn þá harðari á hinum löndunum en hér, jafnvel þannig að tölvurnar séu seldar undir innkaupsverði. „Við erum sjálfir með mjög litla álagningu á vélinni. Þessi bransi er meira og minna þannig að menn selja tölvurnar á, og jafnvel undir, innkaupsverði og leggja síðan á leikina.“ Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, segist afar ánægður með að verðmunurinn á Nintendo Wii sé svona lítill. „Við settum okkur í upphafi að fara aldrei undir ákveðið verð og höfum staðið við það. Það er mjög ánægjulegt að munurinn sé ekki meiri en þetta þrátt fyrir tolla og gjöld sem eru hér en ekki í öðrum löndum,“ segir hann.
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira