Forsala hafin en verðið ekki ákveðið 24. febrúar 2007 06:00 Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær. Í forsölunni er fólki boðið upp á að borga inn á vélina, tíu þúsund krónur hjá Max og fimm þúsund hjá BT, og borga svo afganginn þegar vélin kemur. Hver sá afgangur verður geta forsvarsmenn verslananna hins vegar ekki sagt til um. „Þetta finnst mér gjörsamlega út í hött,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er eins og að gefa út óútfyllta ávísun. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að nýta sér vinsældir vöru til að láta fólk borga inn á hana án þess að tilgreina hvað verðið verður þegar upp er staðið,“ segir hann. Júlíus Hafstein, verslunarstjóri hjá Max, segist ekki telja neitt athugavert við viðskiptahætti af þessu tagi. „Það er fullt af fólki sátt við þetta. Við getum ekki fastsett verðið eins og er, en það verður um 60 til 70 þúsund krónur.“ Gunnar G. Ingvarsson, innkaupastjóri hjá BT, tekur í svipaðan streng og áætlar verðið á bilinu 60 og 65 þúsund krónur. Gengissveiflur valdi því að ekki sé hægt að segja nákvæmar til um lokaverð. „Þeir sem eru ósáttir kaupa vélina þá bara ekki í forsölu.“ Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær. Í forsölunni er fólki boðið upp á að borga inn á vélina, tíu þúsund krónur hjá Max og fimm þúsund hjá BT, og borga svo afganginn þegar vélin kemur. Hver sá afgangur verður geta forsvarsmenn verslananna hins vegar ekki sagt til um. „Þetta finnst mér gjörsamlega út í hött,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er eins og að gefa út óútfyllta ávísun. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að nýta sér vinsældir vöru til að láta fólk borga inn á hana án þess að tilgreina hvað verðið verður þegar upp er staðið,“ segir hann. Júlíus Hafstein, verslunarstjóri hjá Max, segist ekki telja neitt athugavert við viðskiptahætti af þessu tagi. „Það er fullt af fólki sátt við þetta. Við getum ekki fastsett verðið eins og er, en það verður um 60 til 70 þúsund krónur.“ Gunnar G. Ingvarsson, innkaupastjóri hjá BT, tekur í svipaðan streng og áætlar verðið á bilinu 60 og 65 þúsund krónur. Gengissveiflur valdi því að ekki sé hægt að segja nákvæmar til um lokaverð. „Þeir sem eru ósáttir kaupa vélina þá bara ekki í forsölu.“
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira