Forsala hafin en verðið ekki ákveðið 24. febrúar 2007 06:00 Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær. Í forsölunni er fólki boðið upp á að borga inn á vélina, tíu þúsund krónur hjá Max og fimm þúsund hjá BT, og borga svo afganginn þegar vélin kemur. Hver sá afgangur verður geta forsvarsmenn verslananna hins vegar ekki sagt til um. „Þetta finnst mér gjörsamlega út í hött,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er eins og að gefa út óútfyllta ávísun. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að nýta sér vinsældir vöru til að láta fólk borga inn á hana án þess að tilgreina hvað verðið verður þegar upp er staðið,“ segir hann. Júlíus Hafstein, verslunarstjóri hjá Max, segist ekki telja neitt athugavert við viðskiptahætti af þessu tagi. „Það er fullt af fólki sátt við þetta. Við getum ekki fastsett verðið eins og er, en það verður um 60 til 70 þúsund krónur.“ Gunnar G. Ingvarsson, innkaupastjóri hjá BT, tekur í svipaðan streng og áætlar verðið á bilinu 60 og 65 þúsund krónur. Gengissveiflur valdi því að ekki sé hægt að segja nákvæmar til um lokaverð. „Þeir sem eru ósáttir kaupa vélina þá bara ekki í forsölu.“ Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær. Í forsölunni er fólki boðið upp á að borga inn á vélina, tíu þúsund krónur hjá Max og fimm þúsund hjá BT, og borga svo afganginn þegar vélin kemur. Hver sá afgangur verður geta forsvarsmenn verslananna hins vegar ekki sagt til um. „Þetta finnst mér gjörsamlega út í hött,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er eins og að gefa út óútfyllta ávísun. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að nýta sér vinsældir vöru til að láta fólk borga inn á hana án þess að tilgreina hvað verðið verður þegar upp er staðið,“ segir hann. Júlíus Hafstein, verslunarstjóri hjá Max, segist ekki telja neitt athugavert við viðskiptahætti af þessu tagi. „Það er fullt af fólki sátt við þetta. Við getum ekki fastsett verðið eins og er, en það verður um 60 til 70 þúsund krónur.“ Gunnar G. Ingvarsson, innkaupastjóri hjá BT, tekur í svipaðan streng og áætlar verðið á bilinu 60 og 65 þúsund krónur. Gengissveiflur valdi því að ekki sé hægt að segja nákvæmar til um lokaverð. „Þeir sem eru ósáttir kaupa vélina þá bara ekki í forsölu.“
Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið