Raggi Bjarna og Eivör á stórtónleikum 26. febrúar 2007 10:30 Raggi Bjarna hefur sungið með öllum íslensku dívunum, fyrir utan Eivöru Pálsdóttur. Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, sem er öllum kunnur sem Raggi Bjarna, syngur á tónleikunum Heyr mitt ljúfasta lag í Háskólabíói 3. mars næstkomandi.Með honum verður Eivör Pálsdóttir, og hundrað manna föruneyti. „Þetta er fjörutíu manna hljómsveit og sextíu manna kór. Hljóðfæraleikararnir eru úr Sinfóníuhljómsveitinni, og svo verða strákarnir úr Stórsveit Reykjavíkur líka með,“ sagði Raggi léttur í lund. Að sögn Ragga eru tónleikarnir eru til komnir vegna 120 ára afmælis Landsbankans í fyrra. „Þeir hafa verið að kynna þetta úti um allt land með alls konar tónleikum og uppákomum, og vildu fá mig með stórri hljómsveit,“ sagði Raggi. „Ég ólst upp í Lækjargötunni og Landsbankinn er þar skammt undan. Svo syngur Selkórinn frá Seltjarnarnesi með mér, og þar var ég einmitt alltaf á sumrin. Þetta eru svona skemmtilegar tilviljanir,“ sagði hann. eivör pálsdóttir Kemur fram með Ragga á stórtónleikunum í Háskólabíói. Raggi sagði ýmsar söngkonur hafa komið til greina í skipulagningu tónleikanna. „Ég er búinn að syngja með flestum af þessum dívum okkar, en eina söngkonan sem ég hafði aldrei sungið með var Eivör. Við vorum líka búin að tala um að við þyrftum að gera þetta einhvern tíma, svo þetta verður stórskemmtilegt,“ sagði Raggi. Efnisskráin teygir sig yfir breitt svið tónlistar. „Þetta verður Sinatra-músík og swing og ýmislegt. Við syngjum úr My Fair Lady, dúettum og svo verða náttúrulega íslensk lög,“ sagði Raggi. Útsetningar eru í höndum Þóris Baldurssonar, sem stjórnar jafnframt hljómsveitinni, og Þorgeir Ástvaldsson mun gegna hlutverki sögumanns. Uppselt er á fyrri tónleikana, en miða á þá seinni, sem hefjast klukkan átta, má enn nálgast midi.is. Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, sem er öllum kunnur sem Raggi Bjarna, syngur á tónleikunum Heyr mitt ljúfasta lag í Háskólabíói 3. mars næstkomandi.Með honum verður Eivör Pálsdóttir, og hundrað manna föruneyti. „Þetta er fjörutíu manna hljómsveit og sextíu manna kór. Hljóðfæraleikararnir eru úr Sinfóníuhljómsveitinni, og svo verða strákarnir úr Stórsveit Reykjavíkur líka með,“ sagði Raggi léttur í lund. Að sögn Ragga eru tónleikarnir eru til komnir vegna 120 ára afmælis Landsbankans í fyrra. „Þeir hafa verið að kynna þetta úti um allt land með alls konar tónleikum og uppákomum, og vildu fá mig með stórri hljómsveit,“ sagði Raggi. „Ég ólst upp í Lækjargötunni og Landsbankinn er þar skammt undan. Svo syngur Selkórinn frá Seltjarnarnesi með mér, og þar var ég einmitt alltaf á sumrin. Þetta eru svona skemmtilegar tilviljanir,“ sagði hann. eivör pálsdóttir Kemur fram með Ragga á stórtónleikunum í Háskólabíói. Raggi sagði ýmsar söngkonur hafa komið til greina í skipulagningu tónleikanna. „Ég er búinn að syngja með flestum af þessum dívum okkar, en eina söngkonan sem ég hafði aldrei sungið með var Eivör. Við vorum líka búin að tala um að við þyrftum að gera þetta einhvern tíma, svo þetta verður stórskemmtilegt,“ sagði Raggi. Efnisskráin teygir sig yfir breitt svið tónlistar. „Þetta verður Sinatra-músík og swing og ýmislegt. Við syngjum úr My Fair Lady, dúettum og svo verða náttúrulega íslensk lög,“ sagði Raggi. Útsetningar eru í höndum Þóris Baldurssonar, sem stjórnar jafnframt hljómsveitinni, og Þorgeir Ástvaldsson mun gegna hlutverki sögumanns. Uppselt er á fyrri tónleikana, en miða á þá seinni, sem hefjast klukkan átta, má enn nálgast midi.is.
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“