PS3 í öðru sæti 28. febrúar 2007 00:01 playstation 3 Leikjatölvan PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony sem kom á markað í Bandaríkjunum og í Japan um miðjan nóvember í fyrra, er í öðru sæti yfir mest seldu leikjatölvur fyrirtækisins í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Stefnt er á að tölvan komi á markað í Evrópu undir lok næsta mánaðar. Forsvarsmenn Sony viðurkenna fúslega að salan á leikjatölvunni hafi farið hægt af stað. Hún hafi hins vegar færst hægt og bítandi í aukana og geti niðurstaðan vart verið betri, að þeirra mati. Sony seldi 243.443 PS3 leikjatölvur í Bandaríkjunum í janúar. Til samanburðar er sala á PS2 enn með ágætum en 299.352 leikjatölvur af þeirri gerð seldust vestanhafs á sama tíma. Í þriðja sæti er svo PSP-leikjatölvan sem seldist í 210.719 eintökum. David Karraker, talsmaður Sony í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið almennt ánægt með undirtektirnar sem tölvan hefur fengið hjá leikjaunnendum. Tölvuleikjaunnendur virðast hafa tekið vel í úrvalsleiki á borð við MotorStorm og Virtual Figher 5. Hann býst engu að síður við áframhaldandi góðri sölu á PS2, ekki síst eftir að tölvuleikurinn God of War 2 kemur á markað. Von er á honum í næsta mánuði og gerir Karraker ráð fyrir góðri sölu á honum. Leikjavísir Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Leikjatölvan PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony sem kom á markað í Bandaríkjunum og í Japan um miðjan nóvember í fyrra, er í öðru sæti yfir mest seldu leikjatölvur fyrirtækisins í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Stefnt er á að tölvan komi á markað í Evrópu undir lok næsta mánaðar. Forsvarsmenn Sony viðurkenna fúslega að salan á leikjatölvunni hafi farið hægt af stað. Hún hafi hins vegar færst hægt og bítandi í aukana og geti niðurstaðan vart verið betri, að þeirra mati. Sony seldi 243.443 PS3 leikjatölvur í Bandaríkjunum í janúar. Til samanburðar er sala á PS2 enn með ágætum en 299.352 leikjatölvur af þeirri gerð seldust vestanhafs á sama tíma. Í þriðja sæti er svo PSP-leikjatölvan sem seldist í 210.719 eintökum. David Karraker, talsmaður Sony í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið almennt ánægt með undirtektirnar sem tölvan hefur fengið hjá leikjaunnendum. Tölvuleikjaunnendur virðast hafa tekið vel í úrvalsleiki á borð við MotorStorm og Virtual Figher 5. Hann býst engu að síður við áframhaldandi góðri sölu á PS2, ekki síst eftir að tölvuleikurinn God of War 2 kemur á markað. Von er á honum í næsta mánuði og gerir Karraker ráð fyrir góðri sölu á honum.
Leikjavísir Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira