Náttúra og strengir 2. mars 2007 07:30 Elísabet Waage og Hannes Guðrúnarsson leika saman í Salnum. MYND/GVA Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Náttúran í strengjum“ en efnisskráin lýsir ýmsum fyrirbærum í náttúrunni en þau Elísabet og Hannes munu leika verk eftir Áskel Másson, hörpusólóið „Hrævareldar“ eftir Hasselman og verkið „Blóm“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson en það var upphaflega skrifað fyrir gítar og sembal en Þorkell gerði á því smávægilegar breytingar svo að hægt væri að leika hlutverk sembalsins á hörpu. Að lokum leika þau Hannes og Elísabet verkið „Spirit of Trees“ eftir armensk-ameríska tónskáldið Alan Hovhaness, en verk hans heyrast sjaldan hér á landi. Hovhaness blandar þar saman strengjum hljóðfæranna á mjög fallegan hátt og hefur verkið örlítið austurlenskt yfirbragð. Elísabet og Hannes léku fyrst saman á tónleikum árið 2004 og héldu Háskólatónleika haustið 2005. Þau eru bæði kennarar við Tónlistarskólann í Kópavogi. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð kennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Nemendur Tónlistarskólans og forráðamenn þeirra fá frítt inn, auk þess er ókeypis fyrir öll börn 12 ára og yngri. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Náttúran í strengjum“ en efnisskráin lýsir ýmsum fyrirbærum í náttúrunni en þau Elísabet og Hannes munu leika verk eftir Áskel Másson, hörpusólóið „Hrævareldar“ eftir Hasselman og verkið „Blóm“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson en það var upphaflega skrifað fyrir gítar og sembal en Þorkell gerði á því smávægilegar breytingar svo að hægt væri að leika hlutverk sembalsins á hörpu. Að lokum leika þau Hannes og Elísabet verkið „Spirit of Trees“ eftir armensk-ameríska tónskáldið Alan Hovhaness, en verk hans heyrast sjaldan hér á landi. Hovhaness blandar þar saman strengjum hljóðfæranna á mjög fallegan hátt og hefur verkið örlítið austurlenskt yfirbragð. Elísabet og Hannes léku fyrst saman á tónleikum árið 2004 og héldu Háskólatónleika haustið 2005. Þau eru bæði kennarar við Tónlistarskólann í Kópavogi. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð kennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Nemendur Tónlistarskólans og forráðamenn þeirra fá frítt inn, auk þess er ókeypis fyrir öll börn 12 ára og yngri.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira