Ekki bara Öxar við ána 3. mars 2007 08:00 Skólahljómsveit Kópavogs er ein elsta og virtasta skólalúðrasveit landsins og fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á morgun verða haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem félagar hennar fagna þessum tímamótum með óvenjulegri efnisskrá. Stofnandi sveitarinnar var Björn Á. Guðjónsson trompetleikari og stjórnaði hann henni óslitið fram til ársins 1993 þegar Össur Geirsson tók við sprotanum. Össur segir heilmargt hafa þegar verið gert í tilefni afmælisársins, til dæmis verði brátt gefinn út diskur með sveitinni en tónleikarnir á morgun eru ákveðinn hápunktur afmælisins. Í tilefni þeirra voru pöntuð þrjú ný verk fyrir sveitina en tónskáldin eru öll ungir Kópavogsbúar. Haraldur Vignir Sveinbjörnsson og Þóra Marteinsdóttir eru bæði útlærð í tónsmíðum og hafa getið sér gott orð á þeim vettvangi þótt þau hafi ekki skrifað áður fyrir lúðrasveitir en yngsta tónskáldið, Finnur Karlsson, er aðeins 18 ára og félagi í hljómsveitinni. Aukinheldur munu yngstu meðlimir sveitarinnar leika útsetningu á lagi eftir Írisi Andrésdóttur, annan félaga, en lagið samdi hún fyrir tónsmíðakeppni sveitarinnar þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Markmiðið var að fá öðruvísi tónlist en við spilum alla jafna en það er alls ekki á hverjum degi sem lúðrasveitir láta semja fyrir sig nýja tónlist," útskýrir Össur og bætir við að efnisskráin á morgun sé gamalt og nýtt í bland því dægurflugur og kunnuglegir standardar séu líka á listanum. Skólahljómsveit Kópavogs er fullgildur tónlistarskóli þar sem pláss er fyrir 140 nemendur en auk þess fær hljómsveitin sjálf liðsauka frá fleiri tónlistarskólum á svæðinu. Sveitin er þrískipt eftir aldri en yngstu hljóðfæraleikararnir er aðeins níu ára gamlir. „Markmið okkar til framtíðar er að hljómsveitin fái að þróast og að hún starfi í takt við tímann," segir Össur og nefnir í því tilliti að skoðað verði að taka fleiri hljóðfæri með í sveitina og leitast við að spila tónlist sem krakkarnir hafa gaman af. „Við getum ekki endalaust spilað Öxar við ána," segir hann sposkur, „við verðum að færa okkur nær því sem þeim þykir gaman að vinna með en jafnframt að missa ekki sjónar af því markmiði að kynna þeim gamla klassíska tónlist líka." Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Skólahljómsveit Kópavogs er ein elsta og virtasta skólalúðrasveit landsins og fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á morgun verða haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem félagar hennar fagna þessum tímamótum með óvenjulegri efnisskrá. Stofnandi sveitarinnar var Björn Á. Guðjónsson trompetleikari og stjórnaði hann henni óslitið fram til ársins 1993 þegar Össur Geirsson tók við sprotanum. Össur segir heilmargt hafa þegar verið gert í tilefni afmælisársins, til dæmis verði brátt gefinn út diskur með sveitinni en tónleikarnir á morgun eru ákveðinn hápunktur afmælisins. Í tilefni þeirra voru pöntuð þrjú ný verk fyrir sveitina en tónskáldin eru öll ungir Kópavogsbúar. Haraldur Vignir Sveinbjörnsson og Þóra Marteinsdóttir eru bæði útlærð í tónsmíðum og hafa getið sér gott orð á þeim vettvangi þótt þau hafi ekki skrifað áður fyrir lúðrasveitir en yngsta tónskáldið, Finnur Karlsson, er aðeins 18 ára og félagi í hljómsveitinni. Aukinheldur munu yngstu meðlimir sveitarinnar leika útsetningu á lagi eftir Írisi Andrésdóttur, annan félaga, en lagið samdi hún fyrir tónsmíðakeppni sveitarinnar þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Markmiðið var að fá öðruvísi tónlist en við spilum alla jafna en það er alls ekki á hverjum degi sem lúðrasveitir láta semja fyrir sig nýja tónlist," útskýrir Össur og bætir við að efnisskráin á morgun sé gamalt og nýtt í bland því dægurflugur og kunnuglegir standardar séu líka á listanum. Skólahljómsveit Kópavogs er fullgildur tónlistarskóli þar sem pláss er fyrir 140 nemendur en auk þess fær hljómsveitin sjálf liðsauka frá fleiri tónlistarskólum á svæðinu. Sveitin er þrískipt eftir aldri en yngstu hljóðfæraleikararnir er aðeins níu ára gamlir. „Markmið okkar til framtíðar er að hljómsveitin fái að þróast og að hún starfi í takt við tímann," segir Össur og nefnir í því tilliti að skoðað verði að taka fleiri hljóðfæri með í sveitina og leitast við að spila tónlist sem krakkarnir hafa gaman af. „Við getum ekki endalaust spilað Öxar við ána," segir hann sposkur, „við verðum að færa okkur nær því sem þeim þykir gaman að vinna með en jafnframt að missa ekki sjónar af því markmiði að kynna þeim gamla klassíska tónlist líka."
Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira