Baudrillard látinn 8. mars 2007 09:00 Jean Baudrillard. Hugmyndir hans hafa haft gríðarleg áhrif á nútímahugvísindi. MYND/AFP Franski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Jean Baudrillard lést í París síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi. Með skrifum sínum hafði Baudrillard mikil áhrif á hugvísindi nútímans. Samkvæmt kenningum Baudrillard einkennist líf nútímamannsins af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Meðal frægustu hugmynda hans eru kenningar um samfélag „ofurveruleikans" þar sem eftirmyndir raunveruleikans, til að mynda símiðlaðar afurðir fjölmiðlanna, eru raunverulegri en veruleikinn sjálfur. Verk hans eru jafnan splæst saman við kenningar um póstmódernisma og póst-strúktúralisma. Baudrillard er ekki síður minnst fyrir beitta samfélagsgagnrýni og skrif um stjórnmál og alþjóðavæðingu. Hann var umdeildur kennismiður og sumir kölluðu hann heimspekitrúð. Greinarflokkur sem hann skrifaði um Persaflóastríðið og birtist í dagblaðinu Libération árið 1991 vakti til að mynda mikla athygli og deilur. Greinarnar voru síðar gefnar út á bók og báru þá umdeildan titil þess efnis að stríðið hefði ekki átt sér stað. Höfundurinn afneitaði þó ekki átökunum við Persaflóa heldur nýtti hann hugmyndina um framkvæmd og miðlun Persaflóastríðsins, sem var fyrsta „stríðið" sem sjónvarpað var á rauntíma, sem dæmi um ástand nútímans og eftirlíkingaráráttu ofurveruleikans. Baudrillard gaf út rúmlega fimmtíu bækur á ferli sínum, auk ritgerða og greina. Þeirra þekktastar eru Simulacres et simulation (1981) og Power Inferno, Requiem pour les Twins Towers og Hypothèse sur le terrorisme (2002). Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Franski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Jean Baudrillard lést í París síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi. Með skrifum sínum hafði Baudrillard mikil áhrif á hugvísindi nútímans. Samkvæmt kenningum Baudrillard einkennist líf nútímamannsins af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Meðal frægustu hugmynda hans eru kenningar um samfélag „ofurveruleikans" þar sem eftirmyndir raunveruleikans, til að mynda símiðlaðar afurðir fjölmiðlanna, eru raunverulegri en veruleikinn sjálfur. Verk hans eru jafnan splæst saman við kenningar um póstmódernisma og póst-strúktúralisma. Baudrillard er ekki síður minnst fyrir beitta samfélagsgagnrýni og skrif um stjórnmál og alþjóðavæðingu. Hann var umdeildur kennismiður og sumir kölluðu hann heimspekitrúð. Greinarflokkur sem hann skrifaði um Persaflóastríðið og birtist í dagblaðinu Libération árið 1991 vakti til að mynda mikla athygli og deilur. Greinarnar voru síðar gefnar út á bók og báru þá umdeildan titil þess efnis að stríðið hefði ekki átt sér stað. Höfundurinn afneitaði þó ekki átökunum við Persaflóa heldur nýtti hann hugmyndina um framkvæmd og miðlun Persaflóastríðsins, sem var fyrsta „stríðið" sem sjónvarpað var á rauntíma, sem dæmi um ástand nútímans og eftirlíkingaráráttu ofurveruleikans. Baudrillard gaf út rúmlega fimmtíu bækur á ferli sínum, auk ritgerða og greina. Þeirra þekktastar eru Simulacres et simulation (1981) og Power Inferno, Requiem pour les Twins Towers og Hypothèse sur le terrorisme (2002).
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira