Someone to Drive You Home - þrjár stjörnur 10. mars 2007 14:30 Frumraun Long Blondes er fyrir þá sem eru hrifnir af stuðandi ruslrokki sem svipar til Franz Ferdinand. Aðrir ættu að láta þetta framhjá sér fara. Breska tónlistartímaritið NME valdi þessa plötu eina af 10 bestu plötum síðasta árs. Persónulega botna ég ekkert í því. Mig grunar að Pretenders-legi slagarinn Weekend Without Makeup hafi átt hlut að máli. Hef það líka á tilfinningunni að þetta sé eitt af þessum böndum sem skila sér ekki eins vel á plasti og á sviði. Sveitin er mönnuð þremur stúlkum og tveimur strákum og leikur breskt ruslrokk með klingjandi gíturum beint eftir formúlunni. Einföld gítarstef ofan á stuðandi takta sem detta annað slagið inn í diskóbítið. Þannig hljómar Long Blondes oft eins og liðsmenn Franz Ferdinand séu að leika undir hjá Deboruh Harry, söngkonu Blondie. Sem yrði eflaust ekkert svo slæmt, en ég er einhvern veginn alltaf að bíða eftir því að heyra í breskri sveit sem minnir mig ekki á einhverja aðra nýlega breska sveit. Það er ekkert svo langt síðan það þótti dauðadómur að minna á einhverja aðra sveit, en í dag virðist það vera skilyrði til þess að fá plötusamning. Sum lögin eru skemmtilega sæt, eins og Once and Never Again. Skemmtilegur blær frá sjötta áratugnum svífur yfir laginu, sem svo er kristallað með texta sem virkar eins og mótsvar 21. aldarinnar við öllum klisjulegu táningsástartextunum frá gömlum sveitum á borð við Shangri-La"s, The Ronettes eða The Crystals. Boðskapurinn er að það sé engin ástæða að flýta sér að komast á fast því það sé betra að lifa og leika sér fram á tvítugsaldurinn. Ekki hefði amma mín samþykkt þessi rök. Þessi frumraun Long Blondes er nokkuð fín en líður töluvert fyrir skort á frumleika í útsetningum. Það er ekkert við sjálfa tónlistina sem er mjög eftirminnilegt og í mínum huga fellur hún algjörlega í fjöldann og verður eflaust dottin úr minni mínu eftir helgina. Hér er þó nóg af neista til þess að geta leyft sér að vona að næsta plata sveitarinnar verði betri. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Breska tónlistartímaritið NME valdi þessa plötu eina af 10 bestu plötum síðasta árs. Persónulega botna ég ekkert í því. Mig grunar að Pretenders-legi slagarinn Weekend Without Makeup hafi átt hlut að máli. Hef það líka á tilfinningunni að þetta sé eitt af þessum böndum sem skila sér ekki eins vel á plasti og á sviði. Sveitin er mönnuð þremur stúlkum og tveimur strákum og leikur breskt ruslrokk með klingjandi gíturum beint eftir formúlunni. Einföld gítarstef ofan á stuðandi takta sem detta annað slagið inn í diskóbítið. Þannig hljómar Long Blondes oft eins og liðsmenn Franz Ferdinand séu að leika undir hjá Deboruh Harry, söngkonu Blondie. Sem yrði eflaust ekkert svo slæmt, en ég er einhvern veginn alltaf að bíða eftir því að heyra í breskri sveit sem minnir mig ekki á einhverja aðra nýlega breska sveit. Það er ekkert svo langt síðan það þótti dauðadómur að minna á einhverja aðra sveit, en í dag virðist það vera skilyrði til þess að fá plötusamning. Sum lögin eru skemmtilega sæt, eins og Once and Never Again. Skemmtilegur blær frá sjötta áratugnum svífur yfir laginu, sem svo er kristallað með texta sem virkar eins og mótsvar 21. aldarinnar við öllum klisjulegu táningsástartextunum frá gömlum sveitum á borð við Shangri-La"s, The Ronettes eða The Crystals. Boðskapurinn er að það sé engin ástæða að flýta sér að komast á fast því það sé betra að lifa og leika sér fram á tvítugsaldurinn. Ekki hefði amma mín samþykkt þessi rök. Þessi frumraun Long Blondes er nokkuð fín en líður töluvert fyrir skort á frumleika í útsetningum. Það er ekkert við sjálfa tónlistina sem er mjög eftirminnilegt og í mínum huga fellur hún algjörlega í fjöldann og verður eflaust dottin úr minni mínu eftir helgina. Hér er þó nóg af neista til þess að geta leyft sér að vona að næsta plata sveitarinnar verði betri. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira