Í Nýlistasafninu stendur nú yfir sýningin „Presque rien“ sem útleggst á hinu ástkæra ylhýra sem „næstum því ekki neitt“. Þar sýna franskir myndlistarmenn í tilefni af menningarkynningunni Pourquoi pas? en sýningin byggir á sköpunarverkum listamannsins Roberts Filliou.
Markmið hennar er ekki að fylla sýningarrýmið af verkum heldur horfast í augu við listsköpunina í sinni nöktustu mynd.
Sýningarstjórinn Serge Comte verður með leiðsögn um sýninguna kl. 14 í dag og aftur að viku liðinni.
Safnið er opið miðvikudaga til sunnudaga milli 12-18.