Tónlist

Góðir taktar Ólafar

Ólöf spilaði lög af sinni fyrstu sólóplötu, Við og við.
Ólöf spilaði lög af sinni fyrstu sólóplötu, Við og við. MYND/Heiða

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds hélt útgáfutónleika á Nasa fyrir skömmu til að kynna sína fyrstu sólóplötu, Við og við. Platan hefur hlotið fínar viðtökur og þykir Ólöf sýna þar mjög góða takta.

Ólöf spilaði plötuna í heild sinni á tónleikunum og naut við það hjálpar fjölmargra tónlistarmanna. Á meðal þeirra voru Róbert Sturla Reynisson, Kjartan Sveinsson og Eiríkur Orri Ólafsson.

Framundan hjá Ólöfu eru tónleikar í Danmörku á vegum 12 Tóna og á listahátíð í Kanada sem er tileinkuð íslenskum listamönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×