Bandaríkjamenn sýna Heru áhuga 1. apríl 2007 09:00 Hera er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir tveggja vikna dvöl í Bandaríkjunum. MYND/Heiða Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíðinni South By Soutwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda. Strax eftir hátíðina flaug Hera til Los Angeles til að fylgja áhuganum eftir og dvaldi þar í tvo daga. „Ég fór á nokkra fundi en það er allt ennþá í skoðun. Það eru þrjú fyrirtæki sem ég talaði við í heildina en ég get eiginlega ekkert sagt neitt meira,“ segir Hera, sem skemmti sér vel í Bandaríkjunum. „Þetta var ofboðslega skemmtileg ferð. Ég hélt ferna tónleika í Ameríku, eina í Stillwater í Oklahoma og þrenna í Texas,“ segir Hera. „Ég hélt tónleika á sviði rétt hjá Austin í Texas sem voru sendir út beint á netinu. Þeir höfðu samband þegar ég var á leiðinni til Texas, maður sem heitir Hank Sinatra. Hann er búinn að halda tónleika rétt fyrir utan bæinn í 25 ár og það var ofboðslega skemmtilegt hjá honum.“ Auk áhuga Bandaríkjamannanna fór Hera í viðtal hjá útvarpsstöðinni BBC World Series, sem sendir út um allan heim, þar á meðal til Afríku. „Það kom margt skemmtilegt út úr þessari ferð og það er alls konar fólk búið að hafa samband,“ segir Hera. Ætlar hún að dvelja í Nýja Sjálandi á næstunni og stefnir m.a. á að taka upp myndband þar í landi. Býst hún ekki við að koma aftur til Íslands fyrr en sumarið 2008. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíðinni South By Soutwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda. Strax eftir hátíðina flaug Hera til Los Angeles til að fylgja áhuganum eftir og dvaldi þar í tvo daga. „Ég fór á nokkra fundi en það er allt ennþá í skoðun. Það eru þrjú fyrirtæki sem ég talaði við í heildina en ég get eiginlega ekkert sagt neitt meira,“ segir Hera, sem skemmti sér vel í Bandaríkjunum. „Þetta var ofboðslega skemmtileg ferð. Ég hélt ferna tónleika í Ameríku, eina í Stillwater í Oklahoma og þrenna í Texas,“ segir Hera. „Ég hélt tónleika á sviði rétt hjá Austin í Texas sem voru sendir út beint á netinu. Þeir höfðu samband þegar ég var á leiðinni til Texas, maður sem heitir Hank Sinatra. Hann er búinn að halda tónleika rétt fyrir utan bæinn í 25 ár og það var ofboðslega skemmtilegt hjá honum.“ Auk áhuga Bandaríkjamannanna fór Hera í viðtal hjá útvarpsstöðinni BBC World Series, sem sendir út um allan heim, þar á meðal til Afríku. „Það kom margt skemmtilegt út úr þessari ferð og það er alls konar fólk búið að hafa samband,“ segir Hera. Ætlar hún að dvelja í Nýja Sjálandi á næstunni og stefnir m.a. á að taka upp myndband þar í landi. Býst hún ekki við að koma aftur til Íslands fyrr en sumarið 2008.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp