Aldrei fór ég suður á allra vörum 19. apríl 2007 09:00 Óttar Proppé í stuði Dr. Spock var hress að vanda á Aldrei fór ég suður. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. „Þeir tóku fullt af viðtölum við tónlistarfólkið sem var að spila hérna. Við erum ekkert að borga listafólkinu þannig að það er mjög fínt að það sé smá tækifæri að spila hér.“ Koma blaðamannanna er þegar farin að skila sér. Veftímaritið Drowned in Sound, sem er eitt mest skoðaða tónlistartímaritið á netinu, fjallaði ítarlega um hátíðina í gær. Sérstaklega er blaðamaður hrifinn af Esju, nýstofnaðri hljómsveit Daníels Ágústs og Krumma úr Mínus, og ofurhljómsveitinni Dr. Spock með Óttarr Proppé fremstan í flokki. Auk þess talar hann fallega um Pétur Ben, Lay Low, Ampop og fleiri. Aðrir blaðamenn sem komu voru meðal annars frá bresku blöðunum The Guardian og The Times og Musik Woche sem er eitt stærsta bransablaðið í Þýskalandi. Mugison Vill hafa hátíðina litla og heimilislega. „Mér fannst reyndar skrýtið að hafa þessa blaðamenn þarna því hugmyndin á bak við hátíðina var alltaf að hafa hana litla og heimilislega,“ segir Mugison. „Þetta rétt slapp núna, þeir voru nógu fáir til að falla inn í hópinn.“ Blaðamaður Drowned in Sound er sammála Mugison og talaði sérstaklega um það að nálægðin við listafólkið, aldursbreidd áhorfendahópsins og vestfirsku böndin væru stór hluti af því sem gerði hátíðina svona frábæra. Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. „Þeir tóku fullt af viðtölum við tónlistarfólkið sem var að spila hérna. Við erum ekkert að borga listafólkinu þannig að það er mjög fínt að það sé smá tækifæri að spila hér.“ Koma blaðamannanna er þegar farin að skila sér. Veftímaritið Drowned in Sound, sem er eitt mest skoðaða tónlistartímaritið á netinu, fjallaði ítarlega um hátíðina í gær. Sérstaklega er blaðamaður hrifinn af Esju, nýstofnaðri hljómsveit Daníels Ágústs og Krumma úr Mínus, og ofurhljómsveitinni Dr. Spock með Óttarr Proppé fremstan í flokki. Auk þess talar hann fallega um Pétur Ben, Lay Low, Ampop og fleiri. Aðrir blaðamenn sem komu voru meðal annars frá bresku blöðunum The Guardian og The Times og Musik Woche sem er eitt stærsta bransablaðið í Þýskalandi. Mugison Vill hafa hátíðina litla og heimilislega. „Mér fannst reyndar skrýtið að hafa þessa blaðamenn þarna því hugmyndin á bak við hátíðina var alltaf að hafa hana litla og heimilislega,“ segir Mugison. „Þetta rétt slapp núna, þeir voru nógu fáir til að falla inn í hópinn.“ Blaðamaður Drowned in Sound er sammála Mugison og talaði sérstaklega um það að nálægðin við listafólkið, aldursbreidd áhorfendahópsins og vestfirsku böndin væru stór hluti af því sem gerði hátíðina svona frábæra.
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira