Tekur Partílandið fram yfir Harry Potter 21. apríl 2007 06:30 Björn Thors, Jón Atli Jónasson, Erlingur Gíslason, Friðgeir Einarsson, Laufey Elíasdóttir og Jón Páll Eyjólfsson. MYND/Vilhelm „Ég er núna að fara að spila með landsliðinu en auðvitað vilja allir spila með Draumaliðinu,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun í vikunni. Fréttablaðið greindi frá því að hann væri einn þeirra sem þyki koma til greina í hlutverk í sjöttu kvikmyndinni um Harry Potter. Þau áform rákust hins vegar á við leikstjórn Jóns Páls á Partílandinu, leikverki Jóns Atla Jónassonar sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu sem lokapunktur Listahátíðar. „Þessar fréttir af Harry Potter-dæminu ýttu við mér og komu mér í svolítið uppnám. Ég kýs að ræða það ekkert frekar en eins og staðan er núna er ég að fara að leikstýra Partílandinu,“ segir Jón Páll. „Ég gat bara ekki haldið þessari sýningu í gíslingu og varð að taka ákvörðun. Hitt dæmið er eðli málsins samkvæmt mjög ótryggt.“ Fyrsti samlestur á Partílandinu fór fram í Þjóðleikhúsinu í gær. Í helstu hlutverkum eru Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Björn Thors og Laufey Elíasdóttir auk höfundarins Jóns Atla og leikstjórans Jóns Páls. „Já, ég er í veigamiklu hlutverki. Leikhópurinn og allir sem koma að þessu eru alveg frábærir – þetta er sannarlega landsliðið í íslensku leikhúsi,“ segir Jón Páll. Auk áðurnefndra leikara munu nokkrir þjóðþekktir einstaklingar koma fram í sýningunni sem þeir sjálfir. Jón Páll fæst ekki til að upplýsa hverjir það er, segir það ekki tímabært. Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er núna að fara að spila með landsliðinu en auðvitað vilja allir spila með Draumaliðinu,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun í vikunni. Fréttablaðið greindi frá því að hann væri einn þeirra sem þyki koma til greina í hlutverk í sjöttu kvikmyndinni um Harry Potter. Þau áform rákust hins vegar á við leikstjórn Jóns Páls á Partílandinu, leikverki Jóns Atla Jónassonar sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu sem lokapunktur Listahátíðar. „Þessar fréttir af Harry Potter-dæminu ýttu við mér og komu mér í svolítið uppnám. Ég kýs að ræða það ekkert frekar en eins og staðan er núna er ég að fara að leikstýra Partílandinu,“ segir Jón Páll. „Ég gat bara ekki haldið þessari sýningu í gíslingu og varð að taka ákvörðun. Hitt dæmið er eðli málsins samkvæmt mjög ótryggt.“ Fyrsti samlestur á Partílandinu fór fram í Þjóðleikhúsinu í gær. Í helstu hlutverkum eru Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Björn Thors og Laufey Elíasdóttir auk höfundarins Jóns Atla og leikstjórans Jóns Páls. „Já, ég er í veigamiklu hlutverki. Leikhópurinn og allir sem koma að þessu eru alveg frábærir – þetta er sannarlega landsliðið í íslensku leikhúsi,“ segir Jón Páll. Auk áðurnefndra leikara munu nokkrir þjóðþekktir einstaklingar koma fram í sýningunni sem þeir sjálfir. Jón Páll fæst ekki til að upplýsa hverjir það er, segir það ekki tímabært.
Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp