Útgáfusamningur í verðlaun 25. apríl 2007 10:30 Getrvk.com efnir til hæfileikakeppni fyrir tónlistarfólk í samstarfi við Ölgerðina og Reykjavík FM. Carmen og Erla vilja sjá sem flesta í áheyrnarprufunum í vikunni. MYND/Heiða Vefritið GetReykjavík stendur fyrir hæfileikakeppni fyrir upprennandi tónlistarfólk í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Reykjavík FM 30. apríl næstkomandi. Keppnin sjálf fer fram í Iðnó, en áheyrnarprufur verða haldnar á Barnum í kvöld og annað kvöld. Prufurnar eru opnar fólki á öllum aldri, en skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur hafi ekki gefið út tónlist áður, að netinu undanskildu. „Það eru náttúrulega til nokkrar tónlistarkeppnir, eins og bara Músíktilraunir, en það eru alltaf einhver aldurstakmörk,“ sagði Carmen Jóhannsdóttir, ritstýra GetReykjavík. „Það er fullt af fólki í bænum sem hefur ekki gefið neitt út nema á netinu, til dæmis á Myspace, sem hefur ótrúlega mikið „potential“. Við viljum bara fá sem flesta til að koma,“ sagði hún. GetReykjavík velur átta til tíu keppendur úr áheyrnarprufunum sem fá að stíga á svið í Iðnó. Það er til mikils að vinna fyrir tónlistarfólk, því í fyrstu verðlaun er útgáfusamningur og stúdíótími í boði Cod Music. Í önnur verðlaun er Logic Pro upptökuforrit frá Apple. Áheyrnarprufur fara fram á milli 18 og 23 í kvöld og annað kvöld. Keppnin í Iðnó, mánudaginn 30. apríl, hefst klukkan 22. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Vefritið GetReykjavík stendur fyrir hæfileikakeppni fyrir upprennandi tónlistarfólk í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Reykjavík FM 30. apríl næstkomandi. Keppnin sjálf fer fram í Iðnó, en áheyrnarprufur verða haldnar á Barnum í kvöld og annað kvöld. Prufurnar eru opnar fólki á öllum aldri, en skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur hafi ekki gefið út tónlist áður, að netinu undanskildu. „Það eru náttúrulega til nokkrar tónlistarkeppnir, eins og bara Músíktilraunir, en það eru alltaf einhver aldurstakmörk,“ sagði Carmen Jóhannsdóttir, ritstýra GetReykjavík. „Það er fullt af fólki í bænum sem hefur ekki gefið neitt út nema á netinu, til dæmis á Myspace, sem hefur ótrúlega mikið „potential“. Við viljum bara fá sem flesta til að koma,“ sagði hún. GetReykjavík velur átta til tíu keppendur úr áheyrnarprufunum sem fá að stíga á svið í Iðnó. Það er til mikils að vinna fyrir tónlistarfólk, því í fyrstu verðlaun er útgáfusamningur og stúdíótími í boði Cod Music. Í önnur verðlaun er Logic Pro upptökuforrit frá Apple. Áheyrnarprufur fara fram á milli 18 og 23 í kvöld og annað kvöld. Keppnin í Iðnó, mánudaginn 30. apríl, hefst klukkan 22.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira