Tónlist

Ástir og vindmyllur

Nýstofnuð barokksveit leikur verk eftir Telle­man og Gasparini.
Nýstofnuð barokksveit leikur verk eftir Telle­man og Gasparini. MYND/Anton

Hin nýstofnaða barokksveit Camerata Drammatica heldur tónleika í Íslensku óperunni í kvöld undir yfirskriftinni „Af ást og vindmyllum“. Sveitin leikur tónlist eftir Händel, Telle­man, Gasparini og fleiri í kvöld en markmið hennar er að flytja stærri verk frá barokk- og klassíska tímabilinu, allt frá hljómsveitarverkum til perlna óperutónbókmenntanna.

Í sveitinni eru félagar úr Bachsveitinni í Skálholti auk ungs fólks sem hefur lagt stund á sérnám í túlkun tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. Hljómsveitin var stofnuð í samstarfi við Íslensku óperuna haustið 2006.

Meðlimir sveitarinnar eru starfandi á ýmsum sviðum tónlistarlífsins bæði hér heima sem og erlendis og leika reglulega með hópum á borð við Sinfóníu­hljómsveit Íslands, Solistenensemble Kaleidoskop, Nordic Affect, Alþjóðlegu barokkhljómsveitina í Haag, Kammersveitina Ísafold, New Dutch Academy, Caput og Kammersveit Reykjavíkur.

Tónleikarnir hefjast kl. 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×