Ryder og Amy gestir

Söngkonan Amy Winehouse og Shaun Ryder, forsprakki Happy Mondays, verða að öllum líkindum í gestahlutverki á annarri plötu Babyshambles. Sveitin er í viðræðum við Ryder um þátttökuna og næst á blaði er síðan Winehouse, sem er mikil vinkona Pete Doherty og félaga.