Tónlist

Lay Low fer til Bandaríkjanna

Tónlistarkonan Lay Low hefur í nógu að snúast á næstunni.
Tónlistarkonan Lay Low hefur í nógu að snúast á næstunni. MYNND/Anton

Tónlistarkonan Lay Low er á leiðinni í sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna, sem hefst í lok þessa mánaðar. Dagana 27. maí til 3. júní spilar hún í Los Angeles og 4. til 9. júní treður hún upp í New York.

Áður en Lay Low fer til Bandaríkjanna spilar hún 17. og 18. maí á tónlistarhátíðinni The Great Escape sem verður haldin í Brighton á Englandi.

Í rauninni er allt árið bókað hjá Lay Low því í september spilar hún á Popkomm-hátíðinni í Berlín, spilar á CMJ-hátíðinni í New York í október og fer að lokum í tónleikaferð um Bretland í nóvember sem stendur yfir í eina viku.

Lay Low, sem vann þrefalt á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu, lauk nýverið vel heppnaðri tónleikaferð um landið ásamt Pétri Ben og Ólöfu Arnalds. Síðustu tónleikarnir voru haldnir á Nasa um síðustu helgi og var þeim útvarpað beint á Rás 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×