Styrkur í austurátt 4. maí 2007 09:00 Einar jóhannesson klarinettuleikari lagði vini sínum Berkofsky og börnunum í Kitezh-þorpinu lið. Einar Jóhannesson klarinettuleikari er meðal þeirra sem standa að útgáfu hljómdisks til styrktar munaðarlausum börnum í Kitezh-þorpinu í Rússlandi. Diskurinn inniheldur verk eftir Beethoven, Brahms og Schumann en þar leikur Globalis-sinfóníuhljómsveitin undir stjórn stofnanda sveitarinnar, Konstantin Krimets, verk Beethovens ásamt píanóleikaranum Martin Berkofsky en hann leikur síðan ásamt Einari Jóhannessyni tvær sónötur Brahms og þrjú „fantasíustykki“ eftir Schumann. Kitezh-verkefninu var komið á fót árið 1992 til hjálpar munaðarlausum börnum í Rússlandi en þorpið er í nágrenni Moskvu. Þar búa nú börn á fósturheimilum ásamt kennurum, læknum, bændum, listamönnum og sálfræðingum en árlega heimsækja tugir manna þorpið og vinna þar sjálfboðastarf. Bakgrunnur þessara vanræktu barna er afar misjafn og oft eru þau fórnarlömb ofbeldis. Verkefninu er ætlað að veita þeim skjól og tækifæri sem ekki bjóðast á hliðstæðum stofnunum þar í landi og hafa aðferðir hugsjónafólksins í Kitezh borið góðan árangur. Upptökurnar voru gerðar í Moskvu og gaf listafólkið vinnu sína til þessa verðuga málefnis. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Einar Jóhannesson klarinettuleikari er meðal þeirra sem standa að útgáfu hljómdisks til styrktar munaðarlausum börnum í Kitezh-þorpinu í Rússlandi. Diskurinn inniheldur verk eftir Beethoven, Brahms og Schumann en þar leikur Globalis-sinfóníuhljómsveitin undir stjórn stofnanda sveitarinnar, Konstantin Krimets, verk Beethovens ásamt píanóleikaranum Martin Berkofsky en hann leikur síðan ásamt Einari Jóhannessyni tvær sónötur Brahms og þrjú „fantasíustykki“ eftir Schumann. Kitezh-verkefninu var komið á fót árið 1992 til hjálpar munaðarlausum börnum í Rússlandi en þorpið er í nágrenni Moskvu. Þar búa nú börn á fósturheimilum ásamt kennurum, læknum, bændum, listamönnum og sálfræðingum en árlega heimsækja tugir manna þorpið og vinna þar sjálfboðastarf. Bakgrunnur þessara vanræktu barna er afar misjafn og oft eru þau fórnarlömb ofbeldis. Verkefninu er ætlað að veita þeim skjól og tækifæri sem ekki bjóðast á hliðstæðum stofnunum þar í landi og hafa aðferðir hugsjónafólksins í Kitezh borið góðan árangur. Upptökurnar voru gerðar í Moskvu og gaf listafólkið vinnu sína til þessa verðuga málefnis.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira