Maturinn er hluti meðferðar: Grænmetispítsa 12. maí 2007 03:30 Hér sést Jónas með herlegheitin, tíu manna grænmetispitsu eldaða að hætti hússins. Hún er einn vinsælasti rétturinn sem boðið er upp á á Heilsustofnun NLFÍ. MYND//Egill Bjarnason Á Heilsustofnun NLFÍ er eingöngu boðið upp á hollan mat. Heilsustofnun NLFÍ hefur verið starfrækt frá árinu 1955 og hefur frá upphafi verið heilsuverndar-, endurhæfingar- og kennslustofnun. Áhersla er lögð á fræðslu, líkamsþjálfun, slökun, hvíld og neyslu holls fæðis, til að stuðla að heilsusamlegu líferni, og er áætlað að um 2.000 manns dvelji á Heilsustofnuninni ár hvert. Dvalargestum stendur fjölbreytt þjónusta til boða og hvort sem þeir dvelja í skemmri eða lengri tíma fá þeir fullt fæði. Áhersla er lögð á grænmæti, fiskrétti og boðið upp á heilsute með matnum, gert úr íslenskum lækningajurtum. Jónas Björgvin Ólafsson, yfirkokkur staðarins, var svo vænn að elda pitsu fyrir lesendur Fréttablaðsins og eftirláta þeim uppskriftina, til að gefa sýnishorn af þeim réttum sem þar eru á boðstólum. „Mér fannst alveg kjörið að búa til grænmetispitsu fyrir lesendur, þar sem stefnan er að bjóða upp á grænmetis- og fiskrétti,“ útskýrir Jónas. „Grænmetispitsan er mjög bragðgóð og að sama skapi vinsæl, ekki síður en holl, enda er hráefnið valið af mikilli kostgæfni og sósan sérlöguð á staðnum. Til marks um hollustuna er heilhveiti notað í deigið. Heilsustofnunin hefur það fyrir reglu að nota aldrei hvítt hveiti í matargerðina. Hér er nefnilega litið á eldamennskuna sem hluta af meðferðinni.“ GrænmetispítsaFyrir 10 mannsDeig:500 g heilhveiti500 g semolinamjöl2 tsk. salt20 g þurrger2 msk. olía650 ml volgt vatnAðferð: Hnoðið saman í hrærivél í tvær mínútur og látið hefast í um það bil 20 mínútur.Tómatbasilsósa:2-3 hvítlauksrif400 g tómatar í dós2 msk. tómatpurre½ bolli ferskt basilsalt og pipar Aðferð: Maukið allt saman í matvinnsluvél og smakkið til með salti og pipar.Áleggið á piTSuna:4 rauðir laukar í sneiðum3 rauðar og grænar paprikur í sneiðum1 st. zucchini10 vel þroskaðir tómatar í sneiðum10-20 sveppir2 bollar 17% ostur (rifinn)Gráðaostur eða fetaostur Aðferð: Fletjið deigið út og smyrjið með sósunni. Stráið næst helmingnum af ostinum yfir. Raðið öllu álegginu á pitsuna ásamt afgangnum af ostinum í lokin. Bakið síðan pitsuna við 230°C í 10-15 mín. Stráið grófsöxuðu klettasalati yfir pitsuna þegar hún hefur verið bökuð. Berið fram með hvítlauksolíu og ferskum parmegano-osti. Grænmetisréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Á Heilsustofnun NLFÍ er eingöngu boðið upp á hollan mat. Heilsustofnun NLFÍ hefur verið starfrækt frá árinu 1955 og hefur frá upphafi verið heilsuverndar-, endurhæfingar- og kennslustofnun. Áhersla er lögð á fræðslu, líkamsþjálfun, slökun, hvíld og neyslu holls fæðis, til að stuðla að heilsusamlegu líferni, og er áætlað að um 2.000 manns dvelji á Heilsustofnuninni ár hvert. Dvalargestum stendur fjölbreytt þjónusta til boða og hvort sem þeir dvelja í skemmri eða lengri tíma fá þeir fullt fæði. Áhersla er lögð á grænmæti, fiskrétti og boðið upp á heilsute með matnum, gert úr íslenskum lækningajurtum. Jónas Björgvin Ólafsson, yfirkokkur staðarins, var svo vænn að elda pitsu fyrir lesendur Fréttablaðsins og eftirláta þeim uppskriftina, til að gefa sýnishorn af þeim réttum sem þar eru á boðstólum. „Mér fannst alveg kjörið að búa til grænmetispitsu fyrir lesendur, þar sem stefnan er að bjóða upp á grænmetis- og fiskrétti,“ útskýrir Jónas. „Grænmetispitsan er mjög bragðgóð og að sama skapi vinsæl, ekki síður en holl, enda er hráefnið valið af mikilli kostgæfni og sósan sérlöguð á staðnum. Til marks um hollustuna er heilhveiti notað í deigið. Heilsustofnunin hefur það fyrir reglu að nota aldrei hvítt hveiti í matargerðina. Hér er nefnilega litið á eldamennskuna sem hluta af meðferðinni.“ GrænmetispítsaFyrir 10 mannsDeig:500 g heilhveiti500 g semolinamjöl2 tsk. salt20 g þurrger2 msk. olía650 ml volgt vatnAðferð: Hnoðið saman í hrærivél í tvær mínútur og látið hefast í um það bil 20 mínútur.Tómatbasilsósa:2-3 hvítlauksrif400 g tómatar í dós2 msk. tómatpurre½ bolli ferskt basilsalt og pipar Aðferð: Maukið allt saman í matvinnsluvél og smakkið til með salti og pipar.Áleggið á piTSuna:4 rauðir laukar í sneiðum3 rauðar og grænar paprikur í sneiðum1 st. zucchini10 vel þroskaðir tómatar í sneiðum10-20 sveppir2 bollar 17% ostur (rifinn)Gráðaostur eða fetaostur Aðferð: Fletjið deigið út og smyrjið með sósunni. Stráið næst helmingnum af ostinum yfir. Raðið öllu álegginu á pitsuna ásamt afgangnum af ostinum í lokin. Bakið síðan pitsuna við 230°C í 10-15 mín. Stráið grófsöxuðu klettasalati yfir pitsuna þegar hún hefur verið bökuð. Berið fram með hvítlauksolíu og ferskum parmegano-osti.
Grænmetisréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira