Menning

Andspyrnan og saga hennar

Hitler og félagar árið 1940
Heimildum um andspyrnuhreyfingar verður safnað í sérstakan gagnagrunn þar sem kynslóðir þeirra eru nú óðum að hverfa.
Hitler og félagar árið 1940 Heimildum um andspyrnuhreyfingar verður safnað í sérstakan gagnagrunn þar sem kynslóðir þeirra eru nú óðum að hverfa.

Evrópusambandið hefur nú komið á fót safni á netinu þar sem finna má viðtöl á myndböndum við félaga úr andspyrnuhreyfingum í Evrópu. Vefritið Deutsche Welle greindi frá þessu á dögunum.

Sögum manna og kvenna sem börðust gegn uppgangi nasismans og fasismans í Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar verður safnað í þennan gagnagrunn og þegar má þar finna tuttugu viðtöl við fólk víðsvegar úr Evrópu. Saga fórnarlamba Helfararinnar hefur verið skráð með margvíslegum hætti en aðstandendum ERA - evrópska andspyrnugagnasafnsins er umhugað um að skrásetja einnig sem mest af upplýsingum um andspyrnu- og hversdagshetjur sem lögðu sitt af mörkum en kynslóðir þeirra eru óðum að hverfa.

Sex lönd hafa þegar skráð sig til þátttöku í verkefninu, Ítalía, Þýskaland, Austurríki, Frakkland, Pólland og Slóvenía en vonast er til þess að fleiri bætist í hópinn. Á heimasíðu grunnsins, www.resistance-archive.org, eru fróðlegar upptökur og skjöl, kort, myndir og fræðitexta sem ungt fólk í Evrópu hefur safnað og unnið ásamt sagnfræðingum, kvikmyndagerðafólki og „minnis-hjálparkokkum“ en jafnframt er þar óskað eftir aðstoð almennings og ábendingum við að bæta hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×