Tilraunakenndari Leaves 12. maí 2007 13:30 Arnar Guðjónsson. Hljómsveitin Leaves er langt komin með sína þriðju plötu. MYND/Valli Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Sveitin gefur þriðju plötu sína út í haust. Síðasta plata sveitarinnar, The Angela Test, kom út fyrir tveimur árum og í framhaldinu hitaði sveitin upp fyrir Supergrass á tónleikaferð um Bretland. Að sögn Arnars verða upptökurnar kláraðar í sumar og er útgáfa fyrirhuguð í haust. „Við höfum í rauninni aldrei hætt að vinna. Við erum alltaf að vinna í nýju efni. Við erum búnir að semja helling sem hefur verið hent.“ Arnar segir að nýja platan sé rökrétt þróun frá The Angela Test. „Það eru meiri tilraunir í gangi. Hún er ekki jafnþung og Angela og hún fer víða, allt frá elektróník yfir í popp.“ Þeir félagar ætla að gefa plötuna út sjálfir hér heima og síðan kemur í ljós hvort hún verði gefin út erlendis. Leaves er laus undan samningi við Island Records og er því frjáls sem fuglinn þessa dagana. Fram undan hjá sveitinni eru tónleikar í Stúdentakjallaranum miðvikudagskvöldið 16. maí, þar sem hljómsveitin Ég treður einnig upp. Í ágúst spilar Leaves síðan á tónlistarhátíð í Litháen. Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Sveitin gefur þriðju plötu sína út í haust. Síðasta plata sveitarinnar, The Angela Test, kom út fyrir tveimur árum og í framhaldinu hitaði sveitin upp fyrir Supergrass á tónleikaferð um Bretland. Að sögn Arnars verða upptökurnar kláraðar í sumar og er útgáfa fyrirhuguð í haust. „Við höfum í rauninni aldrei hætt að vinna. Við erum alltaf að vinna í nýju efni. Við erum búnir að semja helling sem hefur verið hent.“ Arnar segir að nýja platan sé rökrétt þróun frá The Angela Test. „Það eru meiri tilraunir í gangi. Hún er ekki jafnþung og Angela og hún fer víða, allt frá elektróník yfir í popp.“ Þeir félagar ætla að gefa plötuna út sjálfir hér heima og síðan kemur í ljós hvort hún verði gefin út erlendis. Leaves er laus undan samningi við Island Records og er því frjáls sem fuglinn þessa dagana. Fram undan hjá sveitinni eru tónleikar í Stúdentakjallaranum miðvikudagskvöldið 16. maí, þar sem hljómsveitin Ég treður einnig upp. Í ágúst spilar Leaves síðan á tónlistarhátíð í Litháen.
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira