Tónlist

Minntust Syd Barrett

Hljómsveitin Pink Floyd kom saman á Live 8 tónleikunum í London fyrir tveimur árum.
Hljómsveitin Pink Floyd kom saman á Live 8 tónleikunum í London fyrir tveimur árum.

Meðlimir Pink Floyd stigu allir á svið á minningartónleikum um Syd Barrett, fyrrverandi liðsmann sveitarinnar, í London fyrir skömmu. Roger Waters, sem hélt tónleika í Egilshöll á síðasta ári, spilaði einn á sviðinu en David Gilmore spilaði með trommaranum Nick Mason og hljómborðs­leikaranum Rick Wright sem báðir voru í Pink Floyd. Gilmore og félagar spiluðu nokkur lög, þar á meðal fyrsta smáskífulag Pink Floyd, Arnold Layne.

Á meðal fleiri þekktra tónlistar­manna sem komu fram voru Damon Albarn og Chrissie Hynde. Í lok tónleikanna komu allir saman upp á svið nema Waters og sungu lagið Bike. Waters lenti upp á kant við Gilmore fyrir 25 árum og hafa þeir haft lítil samskipti allar götur síðan, eins og sýndi sig á tónleikunum.

Syd Barrett, sem hætti í Pink Floyd árið 1968, lést sextugur að aldri á síðasta ári vegna veikinda tengdum sykursýki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×