Menning

Tengsl hests og manns

Möguleikar málverksins og snertiþráin Þuríður Sigurðardóttir rannsakar tengsl dýrs og manns.
Möguleikar málverksins og snertiþráin Þuríður Sigurðardóttir rannsakar tengsl dýrs og manns. MYND/Vilhelm

Þuríður Sigurðardóttir, Þura, kynnir myndbandsverk og sína nýjustu málverkaröð á sýningunni „STÓГ í galleríi Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Sýningin verður opnuð kl. 16 í dag.

Viðfangsefni á sýningunni er íslenski hesturinn og býður listamaðurinn áhorfandanum að taka þátt í rannsókn sinni á tengslum manns og dýrs í gegnum upplifun lita og áferðar feldsins. Með því að höfða til löngunarinnar til að klappa mjúkum dýrum verða málverkin nánast ómótstæðileg og um leið koma fram spurningar um málverkið sem miðil. Þaulunnin og tímafrek kallast þau á við listasöguna og vega salt milli hins fígúratífa og abstrakt.

Um leið og Þura vinnur með upplifun áhorfenda í sýningarrýminu skoðar hún líka eigin upplifun úti í náttúrunni í hestamennsku.

Hún reynir ekki að endurgera reiðtúr heldur, líkt og í málverkunum, einangrar takmarkaðan hluta þeirrar upplifunar og þaulskoðar í formi myndbands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×