Samdi nýtt stef fyrir Ríkisútvarpið 14. maí 2007 07:00 Sveinbjörn Thorarensen hefur samið nýtt auglýsingastef fyrir Ríkisútvarpið. „Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Stefið er nú þegar farið að hljóma undir auglýsingunum. Sjálfur hefur hann ekki heyrt það í útvarpinu þar sem hann er búsettur í Amsterdam um þessar mundir þar sem hann leggur stund á hljóðupptökunám. Hermigervill segist óhræddur við að hrófla við svona rótgróinni menningarstofnun og segir að stefið sé mjög ólíkt tónlistinni sem hann gerir vanalega. Hann segir að svona stef séu tónlist sem maður eigi helst ekki að taka eftir og séu samin með það í huga. „Ég var að reyna að ná svona „Bob James fíling“ í stefið. Það er „fusion“ djasstónlistarmaður sem er svona pínulítið ídol hjá mér. Annars var aðalmálið að gera eitthvað sem virkar í þessu samhengi.“ Aðspurður hvort hann telji að stefið eigi eftir að hljóma næstu fimmtíu árin segir hann: „Ég veit ekkert um það. Mér finnst þetta bara fyndið og á örugglega eftir að hlæja í hvert sinn sem ég heyri þetta.“ Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Stefið er nú þegar farið að hljóma undir auglýsingunum. Sjálfur hefur hann ekki heyrt það í útvarpinu þar sem hann er búsettur í Amsterdam um þessar mundir þar sem hann leggur stund á hljóðupptökunám. Hermigervill segist óhræddur við að hrófla við svona rótgróinni menningarstofnun og segir að stefið sé mjög ólíkt tónlistinni sem hann gerir vanalega. Hann segir að svona stef séu tónlist sem maður eigi helst ekki að taka eftir og séu samin með það í huga. „Ég var að reyna að ná svona „Bob James fíling“ í stefið. Það er „fusion“ djasstónlistarmaður sem er svona pínulítið ídol hjá mér. Annars var aðalmálið að gera eitthvað sem virkar í þessu samhengi.“ Aðspurður hvort hann telji að stefið eigi eftir að hljóma næstu fimmtíu árin segir hann: „Ég veit ekkert um það. Mér finnst þetta bara fyndið og á örugglega eftir að hlæja í hvert sinn sem ég heyri þetta.“
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira