Samdi nýtt stef fyrir Ríkisútvarpið 14. maí 2007 07:00 Sveinbjörn Thorarensen hefur samið nýtt auglýsingastef fyrir Ríkisútvarpið. „Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Stefið er nú þegar farið að hljóma undir auglýsingunum. Sjálfur hefur hann ekki heyrt það í útvarpinu þar sem hann er búsettur í Amsterdam um þessar mundir þar sem hann leggur stund á hljóðupptökunám. Hermigervill segist óhræddur við að hrófla við svona rótgróinni menningarstofnun og segir að stefið sé mjög ólíkt tónlistinni sem hann gerir vanalega. Hann segir að svona stef séu tónlist sem maður eigi helst ekki að taka eftir og séu samin með það í huga. „Ég var að reyna að ná svona „Bob James fíling“ í stefið. Það er „fusion“ djasstónlistarmaður sem er svona pínulítið ídol hjá mér. Annars var aðalmálið að gera eitthvað sem virkar í þessu samhengi.“ Aðspurður hvort hann telji að stefið eigi eftir að hljóma næstu fimmtíu árin segir hann: „Ég veit ekkert um það. Mér finnst þetta bara fyndið og á örugglega eftir að hlæja í hvert sinn sem ég heyri þetta.“ Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Stefið er nú þegar farið að hljóma undir auglýsingunum. Sjálfur hefur hann ekki heyrt það í útvarpinu þar sem hann er búsettur í Amsterdam um þessar mundir þar sem hann leggur stund á hljóðupptökunám. Hermigervill segist óhræddur við að hrófla við svona rótgróinni menningarstofnun og segir að stefið sé mjög ólíkt tónlistinni sem hann gerir vanalega. Hann segir að svona stef séu tónlist sem maður eigi helst ekki að taka eftir og séu samin með það í huga. „Ég var að reyna að ná svona „Bob James fíling“ í stefið. Það er „fusion“ djasstónlistarmaður sem er svona pínulítið ídol hjá mér. Annars var aðalmálið að gera eitthvað sem virkar í þessu samhengi.“ Aðspurður hvort hann telji að stefið eigi eftir að hljóma næstu fimmtíu árin segir hann: „Ég veit ekkert um það. Mér finnst þetta bara fyndið og á örugglega eftir að hlæja í hvert sinn sem ég heyri þetta.“
Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira