Áhrif frá ýmsum löndum 18. maí 2007 06:00 Guðrún fékk snemma áhuga á framandi matargerð. MYND/GVA Guðrún Kristjánsdóttir kynningarstjóri Listahátíðar hefur mjög gaman af því að elda. Þar sem Listahátíð stendur yfir er mikið að gera hjá henni og hún reynir því að hafa matreiðsluna einfalda og fljótlega þessa dagana. „Ég hef mjög mikla ánægju af að elda,“ segir Guðrún og bætir við að hún reyni að elda að minnsta kosti fimm sinnum í viku. „Svo fer ég í matarboð kannski einu sinni í viku og svona einu sinni í viku út að borða,“ segir hún. Guðrún segist hafa fengið áhuga á matargerð mjög ung. „Mér fannst einhvern veginn að hlyti að vera fleira til í heiminum en sá matur sem boðið var upp á þá þannig að ég fór að skoða ótroðnar slóðir,“ segir hún. Framandi matargerð höfðar mjög til Guðrúnar og hún segist taka tímabil þar sem hún tekur fyrir mismunandi lönd í eldhúsinu. „Núna er ég dálítið mikið í einfaldleikanum því það er svo mikið að gera en mér finnst aðal málið að hafa gott hráefni og ég er búin að læra svolítið inn á það. Ég er svolítið á ítölsku línunnu eftir að hafa farið til rómar í vetur en þá féll ég aftur fyrir ítölskum mat á nýjan hátt. Ég hef líka tekið tímabil þar sem ég hef verið í frönsku, taílensku, kínversku og indversku og ég er aðeins að byrja að þreifa mig áfram með afrískan mat, en mér finnst dálítið skemmtileg kúskús stemmning þar.“ Guðrún segist þó ekki fara á matreiðslunámskeið heldur læra af því að prófa sig áfram. „Ég klóra mig alltaf bara í gegnum matreiðslubækurnar sjálf en ég á mikið og gott safn af matreiðslubókum. Ég kaupi þær gjarnan þegar ég fer til útlanda og úrvalið er náttúrulega alltaf að aukast hér. Ég safna líka talsvert á netinu og er með möppu fyrir uppskriftir á vefnum. Svo ganga náttúrulega uppskriftir á milli skemmtilegra kvenna og ég á uppskriftabók sem ég skrifa í. Hún er ekki mjög fögur að utan en það sem er inni í henni eru alveg dásamlegt,“ segir Guðrún og hlær. Matur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar
Guðrún Kristjánsdóttir kynningarstjóri Listahátíðar hefur mjög gaman af því að elda. Þar sem Listahátíð stendur yfir er mikið að gera hjá henni og hún reynir því að hafa matreiðsluna einfalda og fljótlega þessa dagana. „Ég hef mjög mikla ánægju af að elda,“ segir Guðrún og bætir við að hún reyni að elda að minnsta kosti fimm sinnum í viku. „Svo fer ég í matarboð kannski einu sinni í viku og svona einu sinni í viku út að borða,“ segir hún. Guðrún segist hafa fengið áhuga á matargerð mjög ung. „Mér fannst einhvern veginn að hlyti að vera fleira til í heiminum en sá matur sem boðið var upp á þá þannig að ég fór að skoða ótroðnar slóðir,“ segir hún. Framandi matargerð höfðar mjög til Guðrúnar og hún segist taka tímabil þar sem hún tekur fyrir mismunandi lönd í eldhúsinu. „Núna er ég dálítið mikið í einfaldleikanum því það er svo mikið að gera en mér finnst aðal málið að hafa gott hráefni og ég er búin að læra svolítið inn á það. Ég er svolítið á ítölsku línunnu eftir að hafa farið til rómar í vetur en þá féll ég aftur fyrir ítölskum mat á nýjan hátt. Ég hef líka tekið tímabil þar sem ég hef verið í frönsku, taílensku, kínversku og indversku og ég er aðeins að byrja að þreifa mig áfram með afrískan mat, en mér finnst dálítið skemmtileg kúskús stemmning þar.“ Guðrún segist þó ekki fara á matreiðslunámskeið heldur læra af því að prófa sig áfram. „Ég klóra mig alltaf bara í gegnum matreiðslubækurnar sjálf en ég á mikið og gott safn af matreiðslubókum. Ég kaupi þær gjarnan þegar ég fer til útlanda og úrvalið er náttúrulega alltaf að aukast hér. Ég safna líka talsvert á netinu og er með möppu fyrir uppskriftir á vefnum. Svo ganga náttúrulega uppskriftir á milli skemmtilegra kvenna og ég á uppskriftabók sem ég skrifa í. Hún er ekki mjög fögur að utan en það sem er inni í henni eru alveg dásamlegt,“ segir Guðrún og hlær.
Matur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar