Listasetur Steinunnar opnað um hvítasunnu 18. maí 2007 08:00 Steinunn hyggst bjóða nánum vinum og fjölskyldu að berja nýja listasetrið á Hofsósi augum. Athafnakonan Steinunn Jónsdóttir hyggst bjóða nánustu fjölskyldu og vinum til Skagafjarðar á einkaopnun listasetursins á Hofsósi um hvítasunnuhelgina en starfsemi þess kemst bráðum á fullt skrið. Um er að ræða glæsilega aðstöðu fyrir listamenn sem vilja komast í tæri við ósnortna náttúru sveitarinnar og njóta kyrrðarinnnar. Listasetrið er gamall sveitabær sem Steinunn festi kaup á og ef marka má heimasíðu staðarins, baer.is, verða þar fimm fjörutíu fermetra stúdíóíbúðir, hver með sínu baðherbergi, vinnustofu og svefnherbergi. Jafnframt verður þarna glæsilegur sýningarsalur, fundarherbergi og matstofa þar sem listamenn geta komið og snætt saman. Steinunn hefur lítið viljað tjá sig um þetta verkefni við fjölmiðla og þegar Fréttablaðið hafði samband við Áskel Heiðar Ásgeirsson, hjá sveitarfélagi Skagafjarðar, gat hann lítið sagt til um hvers konar starfsemi yrði þarna rekin. „Þetta er hins vegar mikil lyftistöng fyrir menningarlífið í sveitinni og við fögnum auðvitað öllu svona frumkvæði,“ sagði Áskell. Steinunn hefur því látið mikið til sín taka á Hofsósi og nærsveitum að undanförnu. Ekki er langt síðan tilkynnt var að hún og Lilja Pálmadóttir, eiginkona Baltasars Kormáks, hefðu gefið vilyrði fyrir því að gefa bænum glæsilega sundlaug. Sú er nú á teikniborðinu og er þess skemmst að bíða að leitað verði tilboða í byggingu hennar. Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Athafnakonan Steinunn Jónsdóttir hyggst bjóða nánustu fjölskyldu og vinum til Skagafjarðar á einkaopnun listasetursins á Hofsósi um hvítasunnuhelgina en starfsemi þess kemst bráðum á fullt skrið. Um er að ræða glæsilega aðstöðu fyrir listamenn sem vilja komast í tæri við ósnortna náttúru sveitarinnar og njóta kyrrðarinnnar. Listasetrið er gamall sveitabær sem Steinunn festi kaup á og ef marka má heimasíðu staðarins, baer.is, verða þar fimm fjörutíu fermetra stúdíóíbúðir, hver með sínu baðherbergi, vinnustofu og svefnherbergi. Jafnframt verður þarna glæsilegur sýningarsalur, fundarherbergi og matstofa þar sem listamenn geta komið og snætt saman. Steinunn hefur lítið viljað tjá sig um þetta verkefni við fjölmiðla og þegar Fréttablaðið hafði samband við Áskel Heiðar Ásgeirsson, hjá sveitarfélagi Skagafjarðar, gat hann lítið sagt til um hvers konar starfsemi yrði þarna rekin. „Þetta er hins vegar mikil lyftistöng fyrir menningarlífið í sveitinni og við fögnum auðvitað öllu svona frumkvæði,“ sagði Áskell. Steinunn hefur því látið mikið til sín taka á Hofsósi og nærsveitum að undanförnu. Ekki er langt síðan tilkynnt var að hún og Lilja Pálmadóttir, eiginkona Baltasars Kormáks, hefðu gefið vilyrði fyrir því að gefa bænum glæsilega sundlaug. Sú er nú á teikniborðinu og er þess skemmst að bíða að leitað verði tilboða í byggingu hennar.
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira