Plötusamningur við 8MM 18. maí 2007 10:00 Elliði Tumason hefur skrifað undir plötusamning við 8MM Musik. Blúsarinn Elliði Tumason, eða ET Tumason eins og hann kallar sig, hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið 8MM Musik, sem hefur einnig Singapore Sling á sínum snærum. Smáskífan „ET Tumason Live at 8MM“ er væntanleg í búðir 19. júní og hefur hún að geyma átta lög, auk tveggja aukalaga, sem voru tekin upp á tónleikum á barnum 8MM, sem er í eigu sömu aðila og plötufyrirtækisins. Elliði komst í kynni við eigendur 8MM eftir að hafa stundað bar þeirra nokkuð mikið er hann bjó úti í Berlín á síðasta ári. „Ég lét þá hafa demó og svo buðu þeir mér að spila á barnum. Svo spilaði ég aftur hjá þeim og þá minntust þeir á að við gætum tekið eitthvað upp. Svo í byrjun janúar buðu þeir mér að koma í febrúar og taka upp tvenna tónleika,“ segir Elliði, sem verður 23 ára í sumar. Elliði, sem býr núna í Kaupmannahöfn, hefur upptökur á sinni fyrstu sólóplötu á svipuðum tíma og smáskífan kemur út. „Ég er mjög ánægður. Ég hef voðalega lítið þurft að vinna fyrir þessu. Það hefur allt skriðið upp í hendurnar á mér,“ segir hann. Blúsáhugi hans er ekki nýr af nálinni. „Ég hef heyrt blús alla ævi. Pabbi á slatta af blúsplötum og á seinni árum fór ég að gramsa í þessum plötum hans og einhvern veginn ákvað ég að þetta væri tónlistin mín.“ Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Blúsarinn Elliði Tumason, eða ET Tumason eins og hann kallar sig, hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið 8MM Musik, sem hefur einnig Singapore Sling á sínum snærum. Smáskífan „ET Tumason Live at 8MM“ er væntanleg í búðir 19. júní og hefur hún að geyma átta lög, auk tveggja aukalaga, sem voru tekin upp á tónleikum á barnum 8MM, sem er í eigu sömu aðila og plötufyrirtækisins. Elliði komst í kynni við eigendur 8MM eftir að hafa stundað bar þeirra nokkuð mikið er hann bjó úti í Berlín á síðasta ári. „Ég lét þá hafa demó og svo buðu þeir mér að spila á barnum. Svo spilaði ég aftur hjá þeim og þá minntust þeir á að við gætum tekið eitthvað upp. Svo í byrjun janúar buðu þeir mér að koma í febrúar og taka upp tvenna tónleika,“ segir Elliði, sem verður 23 ára í sumar. Elliði, sem býr núna í Kaupmannahöfn, hefur upptökur á sinni fyrstu sólóplötu á svipuðum tíma og smáskífan kemur út. „Ég er mjög ánægður. Ég hef voðalega lítið þurft að vinna fyrir þessu. Það hefur allt skriðið upp í hendurnar á mér,“ segir hann. Blúsáhugi hans er ekki nýr af nálinni. „Ég hef heyrt blús alla ævi. Pabbi á slatta af blúsplötum og á seinni árum fór ég að gramsa í þessum plötum hans og einhvern veginn ákvað ég að þetta væri tónlistin mín.“
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira