Plötusamningur við 8MM 18. maí 2007 10:00 Elliði Tumason hefur skrifað undir plötusamning við 8MM Musik. Blúsarinn Elliði Tumason, eða ET Tumason eins og hann kallar sig, hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið 8MM Musik, sem hefur einnig Singapore Sling á sínum snærum. Smáskífan „ET Tumason Live at 8MM“ er væntanleg í búðir 19. júní og hefur hún að geyma átta lög, auk tveggja aukalaga, sem voru tekin upp á tónleikum á barnum 8MM, sem er í eigu sömu aðila og plötufyrirtækisins. Elliði komst í kynni við eigendur 8MM eftir að hafa stundað bar þeirra nokkuð mikið er hann bjó úti í Berlín á síðasta ári. „Ég lét þá hafa demó og svo buðu þeir mér að spila á barnum. Svo spilaði ég aftur hjá þeim og þá minntust þeir á að við gætum tekið eitthvað upp. Svo í byrjun janúar buðu þeir mér að koma í febrúar og taka upp tvenna tónleika,“ segir Elliði, sem verður 23 ára í sumar. Elliði, sem býr núna í Kaupmannahöfn, hefur upptökur á sinni fyrstu sólóplötu á svipuðum tíma og smáskífan kemur út. „Ég er mjög ánægður. Ég hef voðalega lítið þurft að vinna fyrir þessu. Það hefur allt skriðið upp í hendurnar á mér,“ segir hann. Blúsáhugi hans er ekki nýr af nálinni. „Ég hef heyrt blús alla ævi. Pabbi á slatta af blúsplötum og á seinni árum fór ég að gramsa í þessum plötum hans og einhvern veginn ákvað ég að þetta væri tónlistin mín.“ Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Blúsarinn Elliði Tumason, eða ET Tumason eins og hann kallar sig, hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið 8MM Musik, sem hefur einnig Singapore Sling á sínum snærum. Smáskífan „ET Tumason Live at 8MM“ er væntanleg í búðir 19. júní og hefur hún að geyma átta lög, auk tveggja aukalaga, sem voru tekin upp á tónleikum á barnum 8MM, sem er í eigu sömu aðila og plötufyrirtækisins. Elliði komst í kynni við eigendur 8MM eftir að hafa stundað bar þeirra nokkuð mikið er hann bjó úti í Berlín á síðasta ári. „Ég lét þá hafa demó og svo buðu þeir mér að spila á barnum. Svo spilaði ég aftur hjá þeim og þá minntust þeir á að við gætum tekið eitthvað upp. Svo í byrjun janúar buðu þeir mér að koma í febrúar og taka upp tvenna tónleika,“ segir Elliði, sem verður 23 ára í sumar. Elliði, sem býr núna í Kaupmannahöfn, hefur upptökur á sinni fyrstu sólóplötu á svipuðum tíma og smáskífan kemur út. „Ég er mjög ánægður. Ég hef voðalega lítið þurft að vinna fyrir þessu. Það hefur allt skriðið upp í hendurnar á mér,“ segir hann. Blúsáhugi hans er ekki nýr af nálinni. „Ég hef heyrt blús alla ævi. Pabbi á slatta af blúsplötum og á seinni árum fór ég að gramsa í þessum plötum hans og einhvern veginn ákvað ég að þetta væri tónlistin mín.“
Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira