Feist: The Reminder - Fjórar stjörnur 18. maí 2007 06:00 Mögnuð plata sem veitir manni bæði hugarró og gleði. Nákvæmlega það sem tónlist snýst að svo mörgu leyti um. Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene. The Reminder er hins vegar þriðja hljóðversskífa Feist en síðasta breiðskífa hennar, Let it Die, var tekin upp í París og unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Gonsalez sem hefur lengi starfað náið með Feist. Let it Die var ekki nógu heilsteypt plata en mörg laganna báru vott um vel ígrundaðar lagasmíðar og sem dæmi er titillag plötunnar með átakanlegustu lögum sem ég hef heyrt á þessum áratug. Lagasmíðar Feist halda áfram að taka skref fram á við á The Reminder og sýna og sanna hversu frábær listamaður Feist er. Ekki einvörðungu hefur hún yfir að ráða stórbrotinni rödd heldur er allur búningur laga hennar virðingarverður. Blandað er saman djassi, blús, bossa nova og jafnvel sálartónlist frá 9. áratugnum og þrátt fyrir að hljóma kunnuglega er Feist nær algjörlega sér á báti. Hún hefur þróað með sér sinn eigin stíl sem er manni jafn kær og vöfflurnar hjá ömmu með heimagerðu rabarbarasultunni. Platan fer um víðan völl, heldur manni alltaf við efnið og er í senn dramatísk, djörf, þægileg, falleg, margslungin, einföld og umfram allt aðlaðandi. Feist heldur hlustandanum þétt að sér allan tímann og gælir við hann. Tónlistarlegt samstarf Feist við Gonsalez virðist innilegt og greinilegt að Gonsalez skilur vel þarfir Feist sem nýtur einnig aðstoðar James Lidell og Mocky en allir þessir tónlistarmenn hafa áður unnið saman. Með þessari plötu hefur Feist komið sér á stall með ekki ómerkari söngkonum en Cat Power og jafnvel PJ Harvey. Platan jaðrar jafnvel við að vera áþekk því besta sem Joni Mitchell sendi frá sér á sínum tíma. Vel gert, Feist. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene. The Reminder er hins vegar þriðja hljóðversskífa Feist en síðasta breiðskífa hennar, Let it Die, var tekin upp í París og unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Gonsalez sem hefur lengi starfað náið með Feist. Let it Die var ekki nógu heilsteypt plata en mörg laganna báru vott um vel ígrundaðar lagasmíðar og sem dæmi er titillag plötunnar með átakanlegustu lögum sem ég hef heyrt á þessum áratug. Lagasmíðar Feist halda áfram að taka skref fram á við á The Reminder og sýna og sanna hversu frábær listamaður Feist er. Ekki einvörðungu hefur hún yfir að ráða stórbrotinni rödd heldur er allur búningur laga hennar virðingarverður. Blandað er saman djassi, blús, bossa nova og jafnvel sálartónlist frá 9. áratugnum og þrátt fyrir að hljóma kunnuglega er Feist nær algjörlega sér á báti. Hún hefur þróað með sér sinn eigin stíl sem er manni jafn kær og vöfflurnar hjá ömmu með heimagerðu rabarbarasultunni. Platan fer um víðan völl, heldur manni alltaf við efnið og er í senn dramatísk, djörf, þægileg, falleg, margslungin, einföld og umfram allt aðlaðandi. Feist heldur hlustandanum þétt að sér allan tímann og gælir við hann. Tónlistarlegt samstarf Feist við Gonsalez virðist innilegt og greinilegt að Gonsalez skilur vel þarfir Feist sem nýtur einnig aðstoðar James Lidell og Mocky en allir þessir tónlistarmenn hafa áður unnið saman. Með þessari plötu hefur Feist komið sér á stall með ekki ómerkari söngkonum en Cat Power og jafnvel PJ Harvey. Platan jaðrar jafnvel við að vera áþekk því besta sem Joni Mitchell sendi frá sér á sínum tíma. Vel gert, Feist. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira