Feist: The Reminder - Fjórar stjörnur 18. maí 2007 06:00 Mögnuð plata sem veitir manni bæði hugarró og gleði. Nákvæmlega það sem tónlist snýst að svo mörgu leyti um. Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene. The Reminder er hins vegar þriðja hljóðversskífa Feist en síðasta breiðskífa hennar, Let it Die, var tekin upp í París og unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Gonsalez sem hefur lengi starfað náið með Feist. Let it Die var ekki nógu heilsteypt plata en mörg laganna báru vott um vel ígrundaðar lagasmíðar og sem dæmi er titillag plötunnar með átakanlegustu lögum sem ég hef heyrt á þessum áratug. Lagasmíðar Feist halda áfram að taka skref fram á við á The Reminder og sýna og sanna hversu frábær listamaður Feist er. Ekki einvörðungu hefur hún yfir að ráða stórbrotinni rödd heldur er allur búningur laga hennar virðingarverður. Blandað er saman djassi, blús, bossa nova og jafnvel sálartónlist frá 9. áratugnum og þrátt fyrir að hljóma kunnuglega er Feist nær algjörlega sér á báti. Hún hefur þróað með sér sinn eigin stíl sem er manni jafn kær og vöfflurnar hjá ömmu með heimagerðu rabarbarasultunni. Platan fer um víðan völl, heldur manni alltaf við efnið og er í senn dramatísk, djörf, þægileg, falleg, margslungin, einföld og umfram allt aðlaðandi. Feist heldur hlustandanum þétt að sér allan tímann og gælir við hann. Tónlistarlegt samstarf Feist við Gonsalez virðist innilegt og greinilegt að Gonsalez skilur vel þarfir Feist sem nýtur einnig aðstoðar James Lidell og Mocky en allir þessir tónlistarmenn hafa áður unnið saman. Með þessari plötu hefur Feist komið sér á stall með ekki ómerkari söngkonum en Cat Power og jafnvel PJ Harvey. Platan jaðrar jafnvel við að vera áþekk því besta sem Joni Mitchell sendi frá sér á sínum tíma. Vel gert, Feist. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene. The Reminder er hins vegar þriðja hljóðversskífa Feist en síðasta breiðskífa hennar, Let it Die, var tekin upp í París og unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Gonsalez sem hefur lengi starfað náið með Feist. Let it Die var ekki nógu heilsteypt plata en mörg laganna báru vott um vel ígrundaðar lagasmíðar og sem dæmi er titillag plötunnar með átakanlegustu lögum sem ég hef heyrt á þessum áratug. Lagasmíðar Feist halda áfram að taka skref fram á við á The Reminder og sýna og sanna hversu frábær listamaður Feist er. Ekki einvörðungu hefur hún yfir að ráða stórbrotinni rödd heldur er allur búningur laga hennar virðingarverður. Blandað er saman djassi, blús, bossa nova og jafnvel sálartónlist frá 9. áratugnum og þrátt fyrir að hljóma kunnuglega er Feist nær algjörlega sér á báti. Hún hefur þróað með sér sinn eigin stíl sem er manni jafn kær og vöfflurnar hjá ömmu með heimagerðu rabarbarasultunni. Platan fer um víðan völl, heldur manni alltaf við efnið og er í senn dramatísk, djörf, þægileg, falleg, margslungin, einföld og umfram allt aðlaðandi. Feist heldur hlustandanum þétt að sér allan tímann og gælir við hann. Tónlistarlegt samstarf Feist við Gonsalez virðist innilegt og greinilegt að Gonsalez skilur vel þarfir Feist sem nýtur einnig aðstoðar James Lidell og Mocky en allir þessir tónlistarmenn hafa áður unnið saman. Með þessari plötu hefur Feist komið sér á stall með ekki ómerkari söngkonum en Cat Power og jafnvel PJ Harvey. Platan jaðrar jafnvel við að vera áþekk því besta sem Joni Mitchell sendi frá sér á sínum tíma. Vel gert, Feist. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira