Fallegur fjársjóður Bigga 18. maí 2007 06:45 Birgir Örn Steinarsson er að undirbúa sína aðra sólóplötu. Birgir Örn Steinarsson hefur fengið góða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína Id í kanadíska tímaritinu Inside Entertainment og í tímaritinu Soundcheck. Platan kemur út í Bretlandi í júní en kom út hér á landi á síðasta ári. „Gimsteinninn á plötunni er hið æðislega Sofðu með ljósið á, sem fangar hjarta manns með hlýleika sínum og lágstemmdum tónum. Eins og heitur teinn í gegnum ís, nær lagið djúpum tilfinningum og sýnir svo yndislega depurð að manni verkjar,“ segir í dómi Inside Magazine. „Biggi á enn eftir að komast inn á Norður-Ameríkumarkaðinn. Þangað til verður platan Id lítill en verðmætur fjársjóður sem fáir vita af.“ Biggi, sem er búsettur í London, segir rosagott að heyra slík viðbrögð, sérstaklega af því að þau voru svo blendin á Íslandi. Hann er byrjaður að taka upp efni á nýja plötu en veit ekki hvenær hún kemur út. Meðleigjandi hans, Henry Bowers, úr hljómsveitinni Kula Shaker aðstoðaði hann í tveimur lögum. „Hann er frábær gæi og svo flinkur á svo mörg hljóðfæri. Hann spilaði á víbrafón og slagverk, en ég veit ekkert hvað verður úr þessu. Það verður örugglega önnur plata en ég er ekkert að flýta mér,“ segir Biggi. Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson hefur fengið góða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína Id í kanadíska tímaritinu Inside Entertainment og í tímaritinu Soundcheck. Platan kemur út í Bretlandi í júní en kom út hér á landi á síðasta ári. „Gimsteinninn á plötunni er hið æðislega Sofðu með ljósið á, sem fangar hjarta manns með hlýleika sínum og lágstemmdum tónum. Eins og heitur teinn í gegnum ís, nær lagið djúpum tilfinningum og sýnir svo yndislega depurð að manni verkjar,“ segir í dómi Inside Magazine. „Biggi á enn eftir að komast inn á Norður-Ameríkumarkaðinn. Þangað til verður platan Id lítill en verðmætur fjársjóður sem fáir vita af.“ Biggi, sem er búsettur í London, segir rosagott að heyra slík viðbrögð, sérstaklega af því að þau voru svo blendin á Íslandi. Hann er byrjaður að taka upp efni á nýja plötu en veit ekki hvenær hún kemur út. Meðleigjandi hans, Henry Bowers, úr hljómsveitinni Kula Shaker aðstoðaði hann í tveimur lögum. „Hann er frábær gæi og svo flinkur á svo mörg hljóðfæri. Hann spilaði á víbrafón og slagverk, en ég veit ekkert hvað verður úr þessu. Það verður örugglega önnur plata en ég er ekkert að flýta mér,“ segir Biggi.
Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira