Cortes syngur fyrir heimilislausa 22. maí 2007 08:00 Garðar Þór Cortes mun syngja við hlið allra hinna götulistamannanna á strætum Lundúnaborgar næstu vikur. MYND/Hari Garðar Þór Cortes mun á næstu vikum standa fyrir heldur óhefðbundnum tónleikum víðsvegar um London. Garðar hyggst syngja á götum úti, í bókstaflegri merkingu, og mun hann koma fram í verslunarmiðstöðvum, við járnbrautarstöðvar og á fleiri opinberum stöðum í London. Markmiðið með uppátæki Garðars Þórs er að vekja athygli á aðstæðum heimilislausra íbúa London, en yfirvöld í London standa fyrir miklu átaki í þeim efnum þessa dagana, auk þess sem hann reynir að breiða út boðskap klassískrar tónlistar. Enska blaðið Independent greinir frá þessu fyrirhugaða „tónleikaferðalagi“ Garðars Þórs. „Það verður algjörlega ný reynsla fyrir mig að syngja á götunni í svo mikilli nálægð við hlustendur. Ég trúi því hins vegar að ópera sé tónlist sem snertir hjörtu fólks. Ég vonast til að almenningur muni njóta flutningsins hjá mér,“ segir Garðar Þór við Independent. Enn fremur segir að Garðar Þór muni ekki þiggja laun fyrir þáttöku sína í átakinu. Fyrstu tónleikar Garðars munu fara fram á Leicester-torginu þann 1. júní næstkomandi en staður og stund annarra útitónleika Garðars Þórs hafa ekki verið tilkynntir opinberlega, enda mun eitt aðalmarkmið skipuleggjanda vera að koma almenningi á óvart með flutningi íslenska tenórsins. Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Garðar Þór Cortes mun á næstu vikum standa fyrir heldur óhefðbundnum tónleikum víðsvegar um London. Garðar hyggst syngja á götum úti, í bókstaflegri merkingu, og mun hann koma fram í verslunarmiðstöðvum, við járnbrautarstöðvar og á fleiri opinberum stöðum í London. Markmiðið með uppátæki Garðars Þórs er að vekja athygli á aðstæðum heimilislausra íbúa London, en yfirvöld í London standa fyrir miklu átaki í þeim efnum þessa dagana, auk þess sem hann reynir að breiða út boðskap klassískrar tónlistar. Enska blaðið Independent greinir frá þessu fyrirhugaða „tónleikaferðalagi“ Garðars Þórs. „Það verður algjörlega ný reynsla fyrir mig að syngja á götunni í svo mikilli nálægð við hlustendur. Ég trúi því hins vegar að ópera sé tónlist sem snertir hjörtu fólks. Ég vonast til að almenningur muni njóta flutningsins hjá mér,“ segir Garðar Þór við Independent. Enn fremur segir að Garðar Þór muni ekki þiggja laun fyrir þáttöku sína í átakinu. Fyrstu tónleikar Garðars munu fara fram á Leicester-torginu þann 1. júní næstkomandi en staður og stund annarra útitónleika Garðars Þórs hafa ekki verið tilkynntir opinberlega, enda mun eitt aðalmarkmið skipuleggjanda vera að koma almenningi á óvart með flutningi íslenska tenórsins.
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira