Lay Low boðið á tvær hátíðir 23. maí 2007 05:00 Tónlistarkonan Lay Low hlaut mjög góðar viðtökur í Brighton. Tónlistarkonunni Lay Low hefur verið boðið að koma fram á hátíðunum Canadian Music Week og South By Southwest sem fara fram í mars á næsta ári. Boðin komu eftir vel heppnaða seinni tónleika hennar á Great Escape-hátíðinni sem var haldin í Brighton um síðustu helgi. Sjö íslenskar hljómsveitir komu fram á hátíðinni en fimm þeirra voru valdar af tónleikabókurum hátíðarinnar á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Auk Lay Low tróðu upp hljómsveitirnar Jakobínarína, Amiina, Seabear, Stórsveit Nix Noltes, Hafdís Huld, og Benni Hemm Hemm. Edna Tletchetero sem vinnur hjá fyrirtækinu Big Dipper Management sem hefur aðstoðað Amiinu og Jakobínarínu sagði þetta hafa verið mjög góða hátíð fyrir báðar sveitirnar. „Það spillti ekki fyrir hversu mikil athygli var á íslensku hljómsveitunum í heild sinni. Ísland var á allra vörum og góð sameiginleg kynning skilaði sér. Það er auðvitað með ólíkindum að 300.000 manna þjóð skili miklu fleiri böndum á eina af virtustu bransahátíð heims heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð og við erum glöð yfir því að vera hluti af þeirri senu,“ sagði Edna. Jakobínarína hélt tvenna tónleika og hefur nú verið staðfest að sveitin hitar upp fyrir bresku hljómsveitina Cajun Dance Party á tveggja vikna tónleikaferðalagi um Bretland í júlí næstkomandi. Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarkonunni Lay Low hefur verið boðið að koma fram á hátíðunum Canadian Music Week og South By Southwest sem fara fram í mars á næsta ári. Boðin komu eftir vel heppnaða seinni tónleika hennar á Great Escape-hátíðinni sem var haldin í Brighton um síðustu helgi. Sjö íslenskar hljómsveitir komu fram á hátíðinni en fimm þeirra voru valdar af tónleikabókurum hátíðarinnar á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Auk Lay Low tróðu upp hljómsveitirnar Jakobínarína, Amiina, Seabear, Stórsveit Nix Noltes, Hafdís Huld, og Benni Hemm Hemm. Edna Tletchetero sem vinnur hjá fyrirtækinu Big Dipper Management sem hefur aðstoðað Amiinu og Jakobínarínu sagði þetta hafa verið mjög góða hátíð fyrir báðar sveitirnar. „Það spillti ekki fyrir hversu mikil athygli var á íslensku hljómsveitunum í heild sinni. Ísland var á allra vörum og góð sameiginleg kynning skilaði sér. Það er auðvitað með ólíkindum að 300.000 manna þjóð skili miklu fleiri böndum á eina af virtustu bransahátíð heims heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð og við erum glöð yfir því að vera hluti af þeirri senu,“ sagði Edna. Jakobínarína hélt tvenna tónleika og hefur nú verið staðfest að sveitin hitar upp fyrir bresku hljómsveitina Cajun Dance Party á tveggja vikna tónleikaferðalagi um Bretland í júlí næstkomandi.
Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira