Tónlist

Evróputúr hafinn

samningur í höfn Stephan Stephensen, nýrakaður og -klipptur, ásamt Matthíasi Imsland, forstjóra Iceland Express.
samningur í höfn Stephan Stephensen, nýrakaður og -klipptur, ásamt Matthíasi Imsland, forstjóra Iceland Express.

Hljómsveitin Gus Gus er farin í tónleikaferð um Evrópu sem hefst á skemmtistaðnum Vega í kvöld. Eftir það taka við tónleikar í Suður-Frakklandi, Hollandi, Póllandi og í Þýskalandi. Einnig spilar Gus Gus á tónlistarhátíðinni vinsælu Glastonbury á Englandi 22. og 23. júní.

Stephan Stephensen sagðist í samtali við Fréttablaðið hlakka mikið til fararinnar. Er hann jafnframt hæstánægður með samning sem sveitin gerði nýverið við Iceland Express um að flugfélagið verði aðalstyrktaraðili hennar næstu tvö árin. „Þetta gerir okkur kleift að ferðast og vera meira á tónleikaferðalagi en ella,“ segir hann.

Gus Gus gaf í mars út sína fimmtu plötu, Forever, sem hefur fengið ágætar viðtökur. Verður hún kynnt vel og rækilega á tónleikaferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×