Tónlist

Gerðu plötu með Ferrell

Breska hljómsveitin Kasier Chiefs gefur ekki út nýja plötu á árinu.
Breska hljómsveitin Kasier Chiefs gefur ekki út nýja plötu á árinu.

Breska hljómsveitin Kaiser Chiefs hefur hætt við að gefa út plötu með nýju efni á þessu ári. Fyrir nokkrum mánuðum tilkynnti bassaleikarinn Simon Rix að þeir félagar ætluðu að gefa út efni sem þeir tóku upp á sama tíma og þeir tóku upp síðustu plötu sína Yours Truly, Angry Mob.

Forsprakki Kaiser Chiefs, Ricky Wilson, hefur borið þetta til baka og segir að Rix hafi einfaldlega verið að grínast.

Segir hann að platan, sem átti að byggja á persónu Will Ferrell úr kvikmyndinni Anchorman, sé hræðilegt og muni aldrei líta dagsins ljós. „Eina nóttina vorum við staddir í hljóðverinu með hljóðmanninum okkar. Við tókum upp plötu á 45 mínútum og sömdum hana jafnóðum. Við kölluðum hana Bad vegna þess að hún er hræðileg. Við fengum innblástur frá persónu Will Ferrell í Anchorman sem segir bara frá öllu sem hann sér,“ sagði Wilson. „Ég hef ekki hlustað á hana síðan við tókum hana upp. Ég væri til í það en ég veit að ég fengi hroll því hún er virkilega ófyndin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×