Tónlist

Norskt rokk og ról

Ein efnilegasta þungarokkshljómsveit Noregs spilar hér á landi á næstunni.
Ein efnilegasta þungarokkshljómsveit Noregs spilar hér á landi á næstunni.

Quiritatio, ein efnilegasta þungarokkshljómsveit Noregs, spilar á fernum tónleikum hér á landi á næstu dögum. Fyrstu tónleikarnir verða í Hellinum í kvöld. Þar hita upp Myra, Ask the Slave og Peer. Á laugardag og sunnudag spilar sveitin síðan á tvennum tónleikum á Egilsstöðum og á mánudag verður hún á Dillon. Þar spila einnig Atómstöðin og Peer.

Þriðjudaginn fimmta júní spilar sveitin síðan í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði ásamt Foreign Monkeys, Vicky Pollard og Peer.

Quiritatio heimsótti Ísland um svipað leyti í fyrra og spilaði hér á þrennum tónleikum við mjög góðar undirtektir. Með sveitinni í för í þetta skiptið verður norski einyrkinn Peer Nic. Gundersen, sem spilar lágstemmda tónlist í anda Bob Dylan og Tom Mcrae, með pönkskotnum pólitískum textum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×