Ekki lengur tilraun heldur bíó 2. júní 2007 00:01 Valdís Óskarsdóttir ásamt framleiðendunum Davíð Óskari Ólafssyni, Árna Filippussyni, Hreini Beck og Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur. MYND/hörður Það hlýtur að teljast nokkuð sjaldgæft í íslenskri kvikmyndasögu að fólk taki sig saman, fjármagni og taki heila bíómynd á fjórum mánuðum. Aðstandendur Sveitabrúðkaups eru enda mikið bjartsýnisfólk. Kristrún Heiða Hauksdóttir hitti ValdísiÓskarsdóttur, konuna sem sparkaði boltanum af stað. Við hittum Valdísi fyrir ásamt einum af framleiðendum myndarinnar, Davíð Óskari Ólafssyni, eftir að tökum lauk á Sveitabrúðkaupi og liðlega fjörutíu manna hópur leikara og tæknifólks var kominn aftur í bæinn. Valdís hefur verið lengi í kvikmyndabransanum og er virt í sínu fagi sem klippari. Sveitabrúðkaup er fyrsta verkefni hennar af þessu tagi en hún vill síður láta bendla sig við leikstjórastólinn enda eru aðdragandi og umgjörð myndarinnar harla óvenjuleg. Valdís segir að hugmyndin að myndinni hafi kviknað fyrir rúmu ári en var síðan sett í salt um hríð. „Svo var það í vetur að ég var að vinna að klippiverkefni, tiltölulega kaótísku verkefni reyndar, að ég fór að velta því fyrir mér hvort það væri svona sem ég vildi eyða lífinu. Endalaust að vera að koma draumum annarra upp á tjaldið og hafa í sumum tilfellum engan ákvörðunarrétt um útlit eða uppbyggingu myndarinnar og þaðan af síður að maður hafi einhver áhrif á hvernig myndin er tekin því það er löngu búið að ákveða það allt. Oftast er það ekki bara leikstjórinn sem þarf að kljást við heldur líka fjöldinn allur af framleiðendum sem birtast í klippiherberginu og hver og einn hefur sína skoðun og vill ráðskast með myndina og útkoman verður yfirleitt alger hörmung. Það er eins og enginn skilji það að það sem þú hefur í höndunum er það sem var tekið upp og er í klippitölvunni. Getur verið svolítið yfirþyrmandi að sitja með svona rugl dag inn og dag út í sex mánuði. Alla vega þá ákvað ég að ég þetta væri orðið gott og hafði samband við Gísla Örn, einn af forsprökkum Vestuportshópsins, og spurði hann hvort að þau væru til í að gera bíómynd. Þau voru til í tuskið og svo bara rúllaði þetta eiginlega af sjálfu sér þannig lagað.“Áttavillt nútímafólkSveitabrúðkaup í sólinni Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar koma að myndinni.Myndin fjallar um par, Ingibjörgu og Barða, sem ákveður að gifta sig í sveitakirkju sem er í rúmlega klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Ingibjörg vill halda í þá hefð að brúðguminn sjái ekki brúði sína fyrr en við altarið og því keyra fjölskyldurnar og gestirnir í tveimur rútum úr bænum áleiðis til kirkjunnar. Svo fer reyndar að hópurinn villist og ferðin sem átti aðeins að taka rúma klukkustund verður fimm til sex tímar. „Fjölskyldur eru oft þannig samansettar að þar er fólk sem þú kannt mjög vel við og svo aðrir sem þú kannt verr við. Þú getur alveg haldið út í klukkutíma, það er ekkert vandamál, en hvað gerist ef þú verður „stökk“ með þessu fólki í nokkra klukkutíma? Fólki sem þér líkar ekki við eða þú hefur átt í erjum við eða þig hefur langað til að segja eitt og annað við? Getur þú setið á þér og þagað eða lætur þú hitt og þetta gossa sem betur hefði verið ósagt? Í þessum tveimur fjölskyldum sem eru á leið í brúðkaupið er ýmislegt sem hefur legið ósagt og þegar líður á ferðalagið fer eitt og annað að koma í ljós sem kannski betur hefði legið gleymt og grafið.“ Hraður boltisdfDavíð útskýrir að boltinn hafi rúllað afar hratt. Í lok febrúar var komið á hreint hvaða leikarar gætu tekið þátt í myndinni sem er að hluta til spunaverkefni hliðstætt myndunum Börn og Foreldrar sem Vesturportshópurinn vann með Ragnari Bragasyni leikstjóra þótt viðfangsefnið og áherslurnar séu af allt öðrum toga. Síðan var farið í að fjármagna verkefnið en það gekk að sögn Valdísar og Davíðs með afbrigðum vel. „Fjárfestarnir okkar höfðu trú á verkefninu og þeim sem að því stóðu og við náðum að fjármagna myndina eingöngu með einkafjármagni,“ segir Davíð. „Þetta var afskaplega spennandi ferli og að hluta til tilraunaverkefni til að sjá hvort hægt væri að gera bíómynd á þennan hátt.“ Þrír bakhjarlar standa að myndinni, framleiðslufyrirtækin Mystery Island, Tvíeyki og Ave. Valdís hefur starfað sem ráðgjafi fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands og þekkir því vel þá erfiðleika sem eru samfara því að framleiða íslenskar kvikmyndir. „Það getur tekið mörg ár að koma mynd á koppinn og það getur tekið frá sex upp í tíu mánuði að klippa bíómynd. Mig langaði til að gera mynd sem væri gerð hér og nú en ekki einhvern tímann seinna. Finna samstilltan hóp sem var til í að gera eitthvað öðruvísi og prófa eitthvað nýtt. Við vorum afspyrnu heppin og það tókst. Dæmið gekk upp enda úrvalslið sem stóð að verkefninu.“ Einstakur hópurEnginn einráður leikstjóri var við stjórnvölinn og fyrirkomulagið á tökustað var tiltölulega lýðræðislegt. „Það þurftu allir að taka á sig meiri ábyrgð en venjulega,“ segir Davíð og áréttar að mikið traust hafi verið sett á leikara, töku- og hljóðmenn og alla aðra sem unnu við myndina. Það átti hver og einn að sjá um sig og sína deild og allir þurftu að vera sáttir við það sem var gert. „Eftir hverja töku voru allir spurðir hvort þeir væru sáttir og ef ekki þá var senan tekin upp aftur og það var ekki hætt fyrr en allir væru vissir um að við hefðum allt sem við þyrftum á að halda. Það skipti ekki máli hver gerði athugasemdina heldur voru allir staðráðnir í að gera þetta sem best,“ segir Davíð. „Og ég var líka spurð,“ segir Valdís og bætir við: „En ég lít ekki á mig sem leikstjóra, ég er kannski manneskjan sem sparkaði boltanum af stað svo voru aðrir sem tóku við honum og léku áfram og við sóttum öll að sama marki,“ segir hún. „Við lögðum mikið á leikarana og þeir fóru á ljóshraða fram úr mínum björtustu vonum og það sama má segja um tökumennina og hljóðmennina og alla aðra sem tóku þátt í verkefninu. Þetta var einstakur hópur og ótrúlega skemmtilegt og svo miklu skemmtilegra að vera innan um lifandi skapandi fólk allan daginn en að sitja aleinn fyrir framan tölvuna inn í klippiherberginu,“ bætir hún við. Grár húmorValdísi og Davíð rekur í vörðurnar þegar blaðamaður innir þau eftir því hvers konar mynd Sveitabrúðkaup sé. „Þetta er allavega vegamynd,“ segir hann. „Þetta er trúlegast ekki dramatísk mynd,“ bætir hún við. „Ætli hún falli ekki einhvers staðar innan gamanmyndageirans,“ segir Davíð. „Já, það er svolítið svartur húmor í henni, eða kannski frekar grár,“ útskýrir Valdís. Henni finnst reyndar hreint ekkert fýsilegt að festa sig í slíkum dilkadráttum. „Það hefur alltaf farið ofboðslega í taugarnar á mér þessi þörf fyrir að flokka myndir. Við þær myndir sem ég hef unnið hefur fyrsta hugsun framleiðendanna verið sú að ákveða hvort myndin sé gamanmynd, drama eða spennumynd – það verður alltaf að vera á hreinu. Svo verður alltaf að vera ein aðalpersóna, ein hetja sem áhorfendur geta haldið með – fólk getur ekki horft á mynd með of mörgum persónum er sagt. Svo þessi mynd er trúlegast allt það sem ekki má gera og ekki á að gera.“ Trúin styrkist„Ég man að eftir fyrsta daginn þegar við vorum að skoða efnið þá hugsaði ég með mér að við værum ekki lengur með tilraun í höndunum heldur bíómynd. Svo hefur sú trú okkar bara styrkst með tímanum – við verðum bara að vona að þetta verði ekki allt klippt sundur og saman og eyðilagt í eftirvinnslunni,“ bætir hún við brosandi. Nú tekur við klippingin sem verður sjálfsagt langt ferli þar sem Valdís og Sigurbjörg Jónsdóttir kollega hennar þurfa að koma rúmlega hundrað klukkustundum af efni niður í einhverja tvo tíma eða svo. Frumsýningardagurinn hefur þó ekki verið ákveðinn ennþá – myndin verður einfaldlega sýnd þegar hún er tilbúin. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það hlýtur að teljast nokkuð sjaldgæft í íslenskri kvikmyndasögu að fólk taki sig saman, fjármagni og taki heila bíómynd á fjórum mánuðum. Aðstandendur Sveitabrúðkaups eru enda mikið bjartsýnisfólk. Kristrún Heiða Hauksdóttir hitti ValdísiÓskarsdóttur, konuna sem sparkaði boltanum af stað. Við hittum Valdísi fyrir ásamt einum af framleiðendum myndarinnar, Davíð Óskari Ólafssyni, eftir að tökum lauk á Sveitabrúðkaupi og liðlega fjörutíu manna hópur leikara og tæknifólks var kominn aftur í bæinn. Valdís hefur verið lengi í kvikmyndabransanum og er virt í sínu fagi sem klippari. Sveitabrúðkaup er fyrsta verkefni hennar af þessu tagi en hún vill síður láta bendla sig við leikstjórastólinn enda eru aðdragandi og umgjörð myndarinnar harla óvenjuleg. Valdís segir að hugmyndin að myndinni hafi kviknað fyrir rúmu ári en var síðan sett í salt um hríð. „Svo var það í vetur að ég var að vinna að klippiverkefni, tiltölulega kaótísku verkefni reyndar, að ég fór að velta því fyrir mér hvort það væri svona sem ég vildi eyða lífinu. Endalaust að vera að koma draumum annarra upp á tjaldið og hafa í sumum tilfellum engan ákvörðunarrétt um útlit eða uppbyggingu myndarinnar og þaðan af síður að maður hafi einhver áhrif á hvernig myndin er tekin því það er löngu búið að ákveða það allt. Oftast er það ekki bara leikstjórinn sem þarf að kljást við heldur líka fjöldinn allur af framleiðendum sem birtast í klippiherberginu og hver og einn hefur sína skoðun og vill ráðskast með myndina og útkoman verður yfirleitt alger hörmung. Það er eins og enginn skilji það að það sem þú hefur í höndunum er það sem var tekið upp og er í klippitölvunni. Getur verið svolítið yfirþyrmandi að sitja með svona rugl dag inn og dag út í sex mánuði. Alla vega þá ákvað ég að ég þetta væri orðið gott og hafði samband við Gísla Örn, einn af forsprökkum Vestuportshópsins, og spurði hann hvort að þau væru til í að gera bíómynd. Þau voru til í tuskið og svo bara rúllaði þetta eiginlega af sjálfu sér þannig lagað.“Áttavillt nútímafólkSveitabrúðkaup í sólinni Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar koma að myndinni.Myndin fjallar um par, Ingibjörgu og Barða, sem ákveður að gifta sig í sveitakirkju sem er í rúmlega klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Ingibjörg vill halda í þá hefð að brúðguminn sjái ekki brúði sína fyrr en við altarið og því keyra fjölskyldurnar og gestirnir í tveimur rútum úr bænum áleiðis til kirkjunnar. Svo fer reyndar að hópurinn villist og ferðin sem átti aðeins að taka rúma klukkustund verður fimm til sex tímar. „Fjölskyldur eru oft þannig samansettar að þar er fólk sem þú kannt mjög vel við og svo aðrir sem þú kannt verr við. Þú getur alveg haldið út í klukkutíma, það er ekkert vandamál, en hvað gerist ef þú verður „stökk“ með þessu fólki í nokkra klukkutíma? Fólki sem þér líkar ekki við eða þú hefur átt í erjum við eða þig hefur langað til að segja eitt og annað við? Getur þú setið á þér og þagað eða lætur þú hitt og þetta gossa sem betur hefði verið ósagt? Í þessum tveimur fjölskyldum sem eru á leið í brúðkaupið er ýmislegt sem hefur legið ósagt og þegar líður á ferðalagið fer eitt og annað að koma í ljós sem kannski betur hefði legið gleymt og grafið.“ Hraður boltisdfDavíð útskýrir að boltinn hafi rúllað afar hratt. Í lok febrúar var komið á hreint hvaða leikarar gætu tekið þátt í myndinni sem er að hluta til spunaverkefni hliðstætt myndunum Börn og Foreldrar sem Vesturportshópurinn vann með Ragnari Bragasyni leikstjóra þótt viðfangsefnið og áherslurnar séu af allt öðrum toga. Síðan var farið í að fjármagna verkefnið en það gekk að sögn Valdísar og Davíðs með afbrigðum vel. „Fjárfestarnir okkar höfðu trú á verkefninu og þeim sem að því stóðu og við náðum að fjármagna myndina eingöngu með einkafjármagni,“ segir Davíð. „Þetta var afskaplega spennandi ferli og að hluta til tilraunaverkefni til að sjá hvort hægt væri að gera bíómynd á þennan hátt.“ Þrír bakhjarlar standa að myndinni, framleiðslufyrirtækin Mystery Island, Tvíeyki og Ave. Valdís hefur starfað sem ráðgjafi fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands og þekkir því vel þá erfiðleika sem eru samfara því að framleiða íslenskar kvikmyndir. „Það getur tekið mörg ár að koma mynd á koppinn og það getur tekið frá sex upp í tíu mánuði að klippa bíómynd. Mig langaði til að gera mynd sem væri gerð hér og nú en ekki einhvern tímann seinna. Finna samstilltan hóp sem var til í að gera eitthvað öðruvísi og prófa eitthvað nýtt. Við vorum afspyrnu heppin og það tókst. Dæmið gekk upp enda úrvalslið sem stóð að verkefninu.“ Einstakur hópurEnginn einráður leikstjóri var við stjórnvölinn og fyrirkomulagið á tökustað var tiltölulega lýðræðislegt. „Það þurftu allir að taka á sig meiri ábyrgð en venjulega,“ segir Davíð og áréttar að mikið traust hafi verið sett á leikara, töku- og hljóðmenn og alla aðra sem unnu við myndina. Það átti hver og einn að sjá um sig og sína deild og allir þurftu að vera sáttir við það sem var gert. „Eftir hverja töku voru allir spurðir hvort þeir væru sáttir og ef ekki þá var senan tekin upp aftur og það var ekki hætt fyrr en allir væru vissir um að við hefðum allt sem við þyrftum á að halda. Það skipti ekki máli hver gerði athugasemdina heldur voru allir staðráðnir í að gera þetta sem best,“ segir Davíð. „Og ég var líka spurð,“ segir Valdís og bætir við: „En ég lít ekki á mig sem leikstjóra, ég er kannski manneskjan sem sparkaði boltanum af stað svo voru aðrir sem tóku við honum og léku áfram og við sóttum öll að sama marki,“ segir hún. „Við lögðum mikið á leikarana og þeir fóru á ljóshraða fram úr mínum björtustu vonum og það sama má segja um tökumennina og hljóðmennina og alla aðra sem tóku þátt í verkefninu. Þetta var einstakur hópur og ótrúlega skemmtilegt og svo miklu skemmtilegra að vera innan um lifandi skapandi fólk allan daginn en að sitja aleinn fyrir framan tölvuna inn í klippiherberginu,“ bætir hún við. Grár húmorValdísi og Davíð rekur í vörðurnar þegar blaðamaður innir þau eftir því hvers konar mynd Sveitabrúðkaup sé. „Þetta er allavega vegamynd,“ segir hann. „Þetta er trúlegast ekki dramatísk mynd,“ bætir hún við. „Ætli hún falli ekki einhvers staðar innan gamanmyndageirans,“ segir Davíð. „Já, það er svolítið svartur húmor í henni, eða kannski frekar grár,“ útskýrir Valdís. Henni finnst reyndar hreint ekkert fýsilegt að festa sig í slíkum dilkadráttum. „Það hefur alltaf farið ofboðslega í taugarnar á mér þessi þörf fyrir að flokka myndir. Við þær myndir sem ég hef unnið hefur fyrsta hugsun framleiðendanna verið sú að ákveða hvort myndin sé gamanmynd, drama eða spennumynd – það verður alltaf að vera á hreinu. Svo verður alltaf að vera ein aðalpersóna, ein hetja sem áhorfendur geta haldið með – fólk getur ekki horft á mynd með of mörgum persónum er sagt. Svo þessi mynd er trúlegast allt það sem ekki má gera og ekki á að gera.“ Trúin styrkist„Ég man að eftir fyrsta daginn þegar við vorum að skoða efnið þá hugsaði ég með mér að við værum ekki lengur með tilraun í höndunum heldur bíómynd. Svo hefur sú trú okkar bara styrkst með tímanum – við verðum bara að vona að þetta verði ekki allt klippt sundur og saman og eyðilagt í eftirvinnslunni,“ bætir hún við brosandi. Nú tekur við klippingin sem verður sjálfsagt langt ferli þar sem Valdís og Sigurbjörg Jónsdóttir kollega hennar þurfa að koma rúmlega hundrað klukkustundum af efni niður í einhverja tvo tíma eða svo. Frumsýningardagurinn hefur þó ekki verið ákveðinn ennþá – myndin verður einfaldlega sýnd þegar hún er tilbúin.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira