Morr ánægður á Íslandi 5. júní 2007 03:00 Thomas Morr stendur fyrir Morr Music-kvöldi í Iðnó í kvöld. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music heldur tónleika í Iðnó í kvöld. Fyrirtækið er eitt virtasta raftónlistarfyrirtæki heims og er með þrjár íslenskar hljómsveitir á sínum snærum. Thomas Morr, eigandi fyrirtækisins, er staddur hér á landi af þessu tilefni. „Mér finnst alveg ótrúlegt að vera hér á þessum tíma ársins og sjá hvað það er bjart. Ég hef líka komið hingað um vetur og verð að viðurkenna að ég er hrifnari af þessum tíma,” segir Thomas Morr, eigandi tónlistarútgáfunnar Morr Music. Með Thomasi í för eru hljómsveitirnar Isan, Tar Water og The Go Find sem spila allar á tónleikunum í kvöld. Fyrri tónleikarnir voru á Akureyri á föstudaginn og stóð til að hópurinn notaði tímann á milli tónleika til að ferðast um landið. Einn af viðkomustöðum hópsins var heimili móður Benna Hemm Hemm, þar sem öllum var boðið til veislu að íslenskum sið. Thomas segir að sú heimsókn, eins og annað sem hann hefur gert hér á landi, hafi verið mjög eftirminnileg.Vinalegt fyrirtækiThomas Morr er þungamiðjan í Morr Music. Hann velur allt sem gefið er út og er það eingöngu tónlist sem hann sjálfur er mjög hrifinn af. Thomas vill að allir sem tengist Morr séu eins og ein stór fjölskylda. Sá sem hannar nær öll plötuumslögin fyrir Morr er til að mynda æskuvinur Thomasar.Þó að fyrirtækið hafi verið starfandi í rúman áratug er Thomas nýbyrjaður að gera skriflega samninga við listamennina. „Að skrifa undir samning færir áhersluna óbeint á mögulegan enda samstarfsins, hvenær samningurinn renni út. Ég var vanur að gera bara samninga með handabandi og svo lengi sem allir væru ánægðir héldi samstarfið áfram.“ Hann neyddist þó að byrja með skriflega samninga fyrir um tveimur árum vegna þrýstings frá samstarfsfyrirtækjum Morr.Meðal listamanna sem eru á mála hjá Morr-útgáfunni eru Lali Puna, The Notwist, B. Fleischmann, Ms. John Soda og Isan, sem kemur einmitt fram á tónleikunum í kvöld.Íslendingar hjá MorrMorr Music hefur gefið út íslensku hljómsveitirnar múm og Benna Hemm Hemm. Sú þriðja bætist í hópinn í haust þegar fyrsta plata Seabear kemur út hjá fyrirtækinu.Thomas kynntist tónlist múm í gegnum hinn þýska kynningarfulltrúann hljómsveitarinnar og hafði samband við sveitina um að gera eitthvað saman. Hann kynntist svo Benna Hemm Hemm í gegnum Múm. „Örvar er alltaf að láta mig vita af góðri tónlist sem hann vill að ég hlusti á. Miklu af tónlistinni sem ég gef út kynnist ég einmitt í gegnum listamenn sem eru að gefa út hjá okkur.“ Thomas fær líka óheyrilegt magn af demóum í hverri viku en segist vera orðinn svo þjálfaður í að vita hvað hann vill að oftast þurfi hann ekki að hlusta í nema nokkrar sekúndur til að vita hvort hann sé hrifinn eða ekki.Benni Hemm Hemm og Seabear koma fram á tónleikunum í kvöld auk Isan, Tarwater og The Go Find. Tónleikarnir verða í Iðnó og fer forsala fram í 12 Tónum á Skólavörðustíg. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music heldur tónleika í Iðnó í kvöld. Fyrirtækið er eitt virtasta raftónlistarfyrirtæki heims og er með þrjár íslenskar hljómsveitir á sínum snærum. Thomas Morr, eigandi fyrirtækisins, er staddur hér á landi af þessu tilefni. „Mér finnst alveg ótrúlegt að vera hér á þessum tíma ársins og sjá hvað það er bjart. Ég hef líka komið hingað um vetur og verð að viðurkenna að ég er hrifnari af þessum tíma,” segir Thomas Morr, eigandi tónlistarútgáfunnar Morr Music. Með Thomasi í för eru hljómsveitirnar Isan, Tar Water og The Go Find sem spila allar á tónleikunum í kvöld. Fyrri tónleikarnir voru á Akureyri á föstudaginn og stóð til að hópurinn notaði tímann á milli tónleika til að ferðast um landið. Einn af viðkomustöðum hópsins var heimili móður Benna Hemm Hemm, þar sem öllum var boðið til veislu að íslenskum sið. Thomas segir að sú heimsókn, eins og annað sem hann hefur gert hér á landi, hafi verið mjög eftirminnileg.Vinalegt fyrirtækiThomas Morr er þungamiðjan í Morr Music. Hann velur allt sem gefið er út og er það eingöngu tónlist sem hann sjálfur er mjög hrifinn af. Thomas vill að allir sem tengist Morr séu eins og ein stór fjölskylda. Sá sem hannar nær öll plötuumslögin fyrir Morr er til að mynda æskuvinur Thomasar.Þó að fyrirtækið hafi verið starfandi í rúman áratug er Thomas nýbyrjaður að gera skriflega samninga við listamennina. „Að skrifa undir samning færir áhersluna óbeint á mögulegan enda samstarfsins, hvenær samningurinn renni út. Ég var vanur að gera bara samninga með handabandi og svo lengi sem allir væru ánægðir héldi samstarfið áfram.“ Hann neyddist þó að byrja með skriflega samninga fyrir um tveimur árum vegna þrýstings frá samstarfsfyrirtækjum Morr.Meðal listamanna sem eru á mála hjá Morr-útgáfunni eru Lali Puna, The Notwist, B. Fleischmann, Ms. John Soda og Isan, sem kemur einmitt fram á tónleikunum í kvöld.Íslendingar hjá MorrMorr Music hefur gefið út íslensku hljómsveitirnar múm og Benna Hemm Hemm. Sú þriðja bætist í hópinn í haust þegar fyrsta plata Seabear kemur út hjá fyrirtækinu.Thomas kynntist tónlist múm í gegnum hinn þýska kynningarfulltrúann hljómsveitarinnar og hafði samband við sveitina um að gera eitthvað saman. Hann kynntist svo Benna Hemm Hemm í gegnum Múm. „Örvar er alltaf að láta mig vita af góðri tónlist sem hann vill að ég hlusti á. Miklu af tónlistinni sem ég gef út kynnist ég einmitt í gegnum listamenn sem eru að gefa út hjá okkur.“ Thomas fær líka óheyrilegt magn af demóum í hverri viku en segist vera orðinn svo þjálfaður í að vita hvað hann vill að oftast þurfi hann ekki að hlusta í nema nokkrar sekúndur til að vita hvort hann sé hrifinn eða ekki.Benni Hemm Hemm og Seabear koma fram á tónleikunum í kvöld auk Isan, Tarwater og The Go Find. Tónleikarnir verða í Iðnó og fer forsala fram í 12 Tónum á Skólavörðustíg.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira