Ampop notar Star Wars-tækni 10. júní 2007 09:00 Hljómsveitin Ampop studdist við „green screen“ tækni í sínu nýjasta myndbandi. Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“ tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól. Æskufélagi Birgis og Kjartans úr Ampop, Arnar Ívarsson, leikstýrði myndbandinu. „Hann er búinn að vera frá blautu barnsbeini ofboðslegur Star Wars-aðdáandi. Hann hefur verið að gera litlar myndir sem styðjast við sömu tæknibrellur. Það má segja að hann sé af tækniskólanum,“ segir Birgir. „Það var ákveðið að fara þessa „green screen“ leið sem er sama tækni og er notuð af Spielberg og félögum, þannig að við vorum í góðum höndum.“ Að sögn Birgis tóku upptökur á myndbandinu einn dag en eftirvinnslan tók töluvert lengri tíma en þeir félagar bjuggust við. „Smáskífan kom út í lok nóvember í fyrra og við ætluðum að ná þessu upp úr áramótunum en tæknivinnan og metnaður leikstjórans var svo mikill að þetta var bara að detta inn í seinustu viku.“ Birgir tekur þó fram að biðin hafi verið þess virði og rúmlega það. „Ég er alltaf að ganga sama veginn í myndbandinu en textinn fjallar um endurtekningarnar í lífinu, að festast í sama farinu og ná sér ekki út úr því. Viedóið gengur út á það.“ Ampop spilar hérna heima á þjóðhátíðardaginn 17. júní og seinna í sumar stefnir sveitin á tónleikahald í Manchester og hugsanlega í London. Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“ tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól. Æskufélagi Birgis og Kjartans úr Ampop, Arnar Ívarsson, leikstýrði myndbandinu. „Hann er búinn að vera frá blautu barnsbeini ofboðslegur Star Wars-aðdáandi. Hann hefur verið að gera litlar myndir sem styðjast við sömu tæknibrellur. Það má segja að hann sé af tækniskólanum,“ segir Birgir. „Það var ákveðið að fara þessa „green screen“ leið sem er sama tækni og er notuð af Spielberg og félögum, þannig að við vorum í góðum höndum.“ Að sögn Birgis tóku upptökur á myndbandinu einn dag en eftirvinnslan tók töluvert lengri tíma en þeir félagar bjuggust við. „Smáskífan kom út í lok nóvember í fyrra og við ætluðum að ná þessu upp úr áramótunum en tæknivinnan og metnaður leikstjórans var svo mikill að þetta var bara að detta inn í seinustu viku.“ Birgir tekur þó fram að biðin hafi verið þess virði og rúmlega það. „Ég er alltaf að ganga sama veginn í myndbandinu en textinn fjallar um endurtekningarnar í lífinu, að festast í sama farinu og ná sér ekki út úr því. Viedóið gengur út á það.“ Ampop spilar hérna heima á þjóðhátíðardaginn 17. júní og seinna í sumar stefnir sveitin á tónleikahald í Manchester og hugsanlega í London.
Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira