Allt æðislegt hjá Magna í Óðinsvéum 10. júní 2007 12:00 Magni spilar á gítarinn í hljóðverinu sem er staðsett í sveitabýli rétt fyrir utan Óðinsvé. Upptökur á fyrstu sólóplötu rokkarans Magna Ásgeirssonar, sem standa yfir í Danmörku, ganga prýðilega. Hljóðverið er í sveitabýlí rétt fyrir utan Óðinsvé þar sem Magni og félagar hans Baddi og Gunni úr Sóldögg hafa dvalið í góðu yfirlæti. „Við erum að verða búnir að taka upp alla trommugrunna og fullt af gíturum,“ segir Magni. „Þetta er æðislegasta stúdíó sem ég hef komið í. Hérna er allt æðislegt. Við erum lengst úti í sveit og akrar allt í kringum okkur. Við viljum helst ekki fara héðan í burtu. Ég hef hugsað mér að taka upp allar mínar plötur hérna í framtíðinni.“ Magni býst við því að taka upp megnið af plötunni í Danmörku en eitthvað verður þó gert heima á Íslandi. „Þetta er að koma mjög vel út,“ segir hann. Lögin á plötunni verða öll á ensku og stefnir Magni af því að gefa hana út hér heima í lok júlí og á svipuðum tíma á Itunes. Síðar meir vonast hann til að koma henni á markað erlendis og verða þá enskar útgáfur af lögum Á móti sól í stað þeirra erlendu tökulaga sem verða á íslensku útgáfunni. Eins og áður segir kann Magni ákaflega vel við sig í Danaveldi. „Hérna bragðast Tuborginn mikið betur en heima. Maður fær sér alltaf einn og einn öl. Það er bara ætlast til þess að þú drekkir bjór í Danmörku og borðir smörrebröd.“ Bætir hann því við að samstarfið við Badda og Gunna gangi eins og í sögu. „Það er rosalega gott að vera bara þrír. Þeir eru mjög reyndir upptökumenn og ef einn nennir ekki að taka upp þá kemur hinn bara í staðinn. Við erum allir bestu vinir.“ Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Upptökur á fyrstu sólóplötu rokkarans Magna Ásgeirssonar, sem standa yfir í Danmörku, ganga prýðilega. Hljóðverið er í sveitabýlí rétt fyrir utan Óðinsvé þar sem Magni og félagar hans Baddi og Gunni úr Sóldögg hafa dvalið í góðu yfirlæti. „Við erum að verða búnir að taka upp alla trommugrunna og fullt af gíturum,“ segir Magni. „Þetta er æðislegasta stúdíó sem ég hef komið í. Hérna er allt æðislegt. Við erum lengst úti í sveit og akrar allt í kringum okkur. Við viljum helst ekki fara héðan í burtu. Ég hef hugsað mér að taka upp allar mínar plötur hérna í framtíðinni.“ Magni býst við því að taka upp megnið af plötunni í Danmörku en eitthvað verður þó gert heima á Íslandi. „Þetta er að koma mjög vel út,“ segir hann. Lögin á plötunni verða öll á ensku og stefnir Magni af því að gefa hana út hér heima í lok júlí og á svipuðum tíma á Itunes. Síðar meir vonast hann til að koma henni á markað erlendis og verða þá enskar útgáfur af lögum Á móti sól í stað þeirra erlendu tökulaga sem verða á íslensku útgáfunni. Eins og áður segir kann Magni ákaflega vel við sig í Danaveldi. „Hérna bragðast Tuborginn mikið betur en heima. Maður fær sér alltaf einn og einn öl. Það er bara ætlast til þess að þú drekkir bjór í Danmörku og borðir smörrebröd.“ Bætir hann því við að samstarfið við Badda og Gunna gangi eins og í sögu. „Það er rosalega gott að vera bara þrír. Þeir eru mjög reyndir upptökumenn og ef einn nennir ekki að taka upp þá kemur hinn bara í staðinn. Við erum allir bestu vinir.“
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp